Fara í efni

Fólkvangurinn Teigarhorn

Teigarhorn við Berufjörð er friðlýst sem fólkvangur og hluti jarðarinnar er náttúruvætti. Á svæðinu starfar landvörður sem vaktar svæðið og veitir allar helstu upplýsingar. Innan marka jarðarinnar er einn merkasti fundarstaður geislasteina (zeólíta) í heiminum.

Teigarhorn er einnig þekkt fyrir atvinnu- og menningarsögu. Þar stendur Weywadthús sem byggt var af Níels P.E. Weywadt, faktor á Djúpavogi, á árunum 1880-1882. Húsið er nú hluti af Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Dóttir Níels, Nicoline Weywadt, var fyrst íslenskra kvenna til að nema ljósmyndun og starfrækti ljósmyndastofu á Teigarhorni. Um árið 1902 tók systurdóttir hennar við Hansína Björnsdóttir við ljósmyndastofunni og eftir þær tvær liggja ómetanlegar heimildir um ljósmyndun á Íslandi og mannlíf á austurlandi.

tengill á síðu Nánari upplýsingar á heimasíðu Teigarhorns

Síðast uppfært 15. mars 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?