Sveitarstjórn Múlaþings skipar sex fulltrúa og jafnmarga til vara í Samráðshóp Múlaþings um málefni fatlaðs fólks. Þrír fulltrúar og þrír til vara skulu tilnefndir af sveitarstjórn og þrír fulltrúar og þrír til vara skulu tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks á þjónustusvæðinu.
Hlutverk samráðshóps er að vera formlegur vettvangur samráðs og samstarfs við sveitarstjórn um hagsmuni fatlaðs fólks þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk, framkvæmd hennar og þróun. Samráðshópurinn stuðlar þannig að skoðanaskiptum og miðlun upplýsinga milli fatlaðs fólks og stjórnvalda um stefnu og framkvæmd í málefnum sem varða fatlað fólk og er þeim og fastanefndum þeirra til ráðgjafar í þeim efnum.
Markmiðið með starfi samráðshópsins er að gera fötluðu fólki kleift að hafa áhrif á og taka þátt í skipulagi og framkvæmd þjónustu sem það varðar, svo og öðrum hagsmunamálum sínum á þjónustusvæðinu.
Erindisbréf
Fundargerðir
Þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn og fjórir fulltrúar tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks skv. 2. mgr. 42. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Nafn |
Staða |
Netfang |
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks
|
Arnar Klemensson
|
Elvar Snær Kristjánsson
|
Fanney Sigurðardóttir
|
Guðný Margrét Hjaltadóttir
|
Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir
|
Jónína Bára Benediktsdóttir
|
Karl Sveinsson
|
María Sverrisdóttir
|
Matthías Þór Sverrisson
|
Sjöfn Sigurðardóttir
|
Stefán Bogi Sveinsson
|
Vilhjálmur Jónsson
|