Fara í efni

Menningarstyrkir

#English below

Byggðaráð auglýsir styrki til menningarstarfsemi tvisvar á ári til að efla menningarlíf í sveitarfélaginu. Fyrri úthlutun er auglýst í nóvember og úthlutað er eigi síðar en í lok janúar. Seinni úthlutun er auglýst í ágúst og úthlutað eigi síðar en í lok september. Sótt er um á Mínum síðum sveitarfélagsins og umsóknarfrestur er að lágmarki þrjár vikur. Nánari upplýsingar um úthlutanir er að finna í auglýsingu hverju sinni.

Styrkir eru veittir til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar liststarfsemi eða -verkefna.

Faghópur fer yfir umsóknirnar og gerir tillögu um úthlutun til byggðarráðs. Faghópurinn er skipaður fulltrúa úr byggðarráði, fjölskylduráði og ungmennaráði ásamt atvinnu- og menningarstjóra og verkefnastjóra menningarmála.

Úthlutun á menningarstyrkjum fer eftir reglum um menningarstyrki Múlaþings og einnig er horft til menningarstefnu Múlaþings og aðgerðaráætlunar.


Cultural grants

Múlaþing Executive Board provides cultural grants to individuals, groups, businesses, institutions and social organizations in relation to general art activities and projects. The first allocation is announced in November with an allocation no later than the end of January. The second allocation is announced in August with allocation no later than the end of September. To apply please use the municipality Resident Portal (Mínar síður), and log in with Electronic ID. The application deadline is a minimum of three weeks. 

The grants are intended for individuals, groups, associations, companies and institutions for artistic activities, events, or projects.

A professional group reviews the applications and makes a proposal for allocation to the regional council. The group consists of representatives from from the regional council, the family council and the youth council together with the employment and culture manager and the cultural affairs project manager.

The allocation of cultural grants is based on the rules for Múlaþing's cultural grants and Múlaþing's cultural policy and action plan are also considered.

Síðast uppfært 28. júlí 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?