Fara í efni

Menningarstyrkir

Byggðarráð Múlaþings auglýsir styrki til menningarstarfsemi tvisvar á ári. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarlíf í sveitarfélaginu. Fyrri úthlutun er auglýst í nóvember og úthlutað er eigi síðar en í lok janúar. Seinni úthlutun er auglýst í ágúst og úthlutað eigi síðar en í lok september. Sótt er um á Mínum síðum sveitarfélagsins og umsóknarfrestur er að lágmarki þrjár vikur. Nánari upplýsingar um úthlutanir er að finna í auglýsingu hverju sinni.

Styrkir eru veittir til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til lista- og menningarverkefna.

Faghópur fer yfir umsóknirnar og gerir tillögu um úthlutun til byggðarráðs. Faghópurinn er skipaður fulltrúa úr byggðarráði, fulltrúa úr fjölskylduráði og deildarstjóra menningarmála.

Úthlutun á menningarstyrkjum fer eftir reglum um menningarstyrki Múlaþings og einnig er horft til menningarstefnu Múlaþings og aðgerðaáætlunar.

Síðast uppfært 17. nóvember 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?