Fara í efni

Egilsstaðaflugvöllur

Egilsstaðaflugvöllur sinnir áætlunarflugi milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Hann er einnig einn af fjórum millilandaflugvöllum á Íslandi og gegnir mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir flug á milli Evrópu og Íslands, Bandaríkjanna og Íslands og flug yfir Ísland. Nokkur bein flug milli Egilsstaða og ýmissa borga í Evrópu hafa verið í boði síðustu ár. Flugvöllurinn er staðsettur á Egilsstaðanesi, á bakka Lagarfljóts, mitt á milli Egilsstaða og Fellabæjar.

Flugstöðin var upphaflega byggð á árunum 1963 til 1968 en endurbyggð og stækkuð á árunum 1987 til 1999. Nýr komusalur var formlega tekinn í notkun í apríl 2007. Flugvöllurinn er nánast á miðju Austurlandi og er aðeins um 1-1,5 klst. akstur til flestra þéttbýlisstaða en segja má að flugvöllurinn þjóni nú orðið öllu svæðinu frá Vopnafirði / Bakkafirði í norðri til Breiðdalsvíkur / Djúpavogs í suðri. Aðstæður til flugs eru góðar og aðflug er gott. Veðurfar er flugi hagstætt og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%.

Nánar um Egilsstaðaflugvöll

Síðast uppfært 12. september 2020
Getum við bætt efni þessarar síðu?