Fara í efni

Heilbrigðiseftirlit

Heilbrigðiseftirlit er rekið af sveitarfélögum skv. lögum nr. 7/1998 m.s.br. um hollustuhætti og mengunarvarnir, en þar segir í 10. gr. “Ekkert sveitarfélag skal vera án heilbrigðiseftirlits og greiða sveitarfélögin kostnað við eftirlitið að svo miklu leyti sem lög mæla ekki fyrir á annan veg”.

Starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlands er Austurlandskjördæmi, þó aðeins norður um Vopnafjarðarhrepp. Eftirlitssvæðið nær því frá Skaftafelli í suðri og að Langanesbyggð í norðri.

Sveitarfélögin á Austurlandi gerðu árið 1998 með sér samning um að reka Heilbrigðiseftirlit Austurlands sem byggðasamlag. Fjármögnun reksturs byggir á heimild í 12. grein hollustuháttalaganna en þar segir: “Heimilt er sveitarfélögum að setja gjaldskrá og innheimta gjald fyrir eftirlitsskylda starfsemi, svo sem fyrir eftirlit, útgáfu starfsleyfa og vottorða, sé eftirlitið á vegum sveitarfélaga”. Slík gjöld standa undir um 70% af reglulegum rekstrarkostnaði HAUST, íbúaframlög standa undir um 30%. Að auki hefur HAUST nokkrar sértekjur vegna verkefna sem unnin eru skv. beiðni á sem næst kostnaðarverði. Dæmi um slík sérverkefni er eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum og sorpförgun, sem heilbrigðisfulltrúar sinna skv. sérstökum samningi við Umhverfisstofnun.

Heimasíða Heilbrigðiseftirlits Austurlands

Síðast uppfært 23. apríl 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?