Fara í efni

Vinnuskóli

Vinnuskóli er starfræktur á sumartíma á öllum þéttbýlisstöðum Múlaþings.  Misjafnt er á milli staða hvernig fyrirkomulagið er, en starfstími er að jafnaði frá byrjun júní og fram yfir miðjan ágúst og er starfsmönnum vinnuskólans úthlutað ákveðnum vinnulotum yfir þann tíma.  Í upphafi starfsárs vinnuskólans fá nemendur fræðslu og tilsögn sem tengist þeim verkefnum sem fyrir liggja.  

Helstu verkefni nemenda vinnuskólans eru hreinsun og snyrting beða og göngustíga, gróðursetning garð- og skógarplantna, stígagerð, þökulagning, hreinsun gatna og lóða, að ógleymdum slætti og rakstri.

 

Síðast uppfært 15. október 2020
Var efnið á síðunni hjálplegt?