Ungmennaráð Múlaþings og Fjarðabyggðar senda bréf á ráðherra og forsvarsmenn Skólahreystis
Í síðustu viku tóku Múlaþing og Ungmennaráð Fjarðabyggðar sig saman og skrifuðu bréf til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, Willum Þórs Þórsson, heilbrigðisráðherra, Andrésar og Láru hjá Skólahreysti ásamt helstu styrktaraðilum þess efnis að hvetja forsvarsmenn Skólahreystis til að endurskoða staðsetningu keppninnar og að halda undankeppni á Austurlandi, eins og áður hefur verið gert.