12.01.26
Tilkynningar
Strætó á Egilsstöðum
Sökum vetrarfærðar hafa tvær minni rútur gengið milli Egilsstaða og Fellabæjar í morgun í stað hefðbundins strætó. Eftir hádegi verður aðeins ein 20 manna rúta á ferðinni og er viðbúið að hún nái ekki að anna sama fjölda og strætó gerir annars. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.