Fara í efni

Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar

Í sveitarfélaginu Múlaþingi er aðstaða til alls kyns íþróttaiðkunar mjög góð. Þrjár sundlaugar eru í sveitarfélaginu, fimleikahús, sparkhöll, líkamsræktarsalir og aðrir íþróttasalir í ýmsum stærðum. 

Í íþróttahúsum og sundlaugum er notast við veskislausn til að halda utan um kort í mannvirkin og er hægt að kaupa kort í gegnum midi.mulathing.is.

Versla hér

Íþróttamiðstöðin og sundlaugin á Djúpavogi

Íþróttamiðstöð Djúpavogs er vel búin tækjum og búnaði til hreyfingar og heilsueflingar. Vel búinn íþróttasalur, sundlaug með heitum pottum, þreksalur, ljósabekkur og sauna er meðal þess sem er í boði.

Vörðu 4
765 Djúpivogur
Sími: 4 708 730
Netfang: ithrottamidstod.djupivogur@mulathing.is
Facebooksíða Íþróttamiðstöðvarinnar (upplýsingar um opnunartíma og fleira.)

Gjaldskrá

Íþróttamiðstöðin, sundlaugin og Héraðsþrek á Egilsstöðum

Í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum er góð aðstaða fyrir ýmiss konar íþróttastarfsemi. Í henni er 1200 m² íþróttasalur sem hægt er að skipta niður í þrjár einingar. Salurinn er lagður parketi. Á efri hæð hússins er líkamsræktaraðstaða, Héraðsþrek, með góðum tækjum og í kjallara er lítill salur þar sem boðið er upp á ýmis konar leikfimi.

25 m útisundlaug er við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum, með tveimur heitum pottum, barnalaug, köldu keri, vaðlaug, gufubaði og rennibraut. Íþróttamiðstöðin er einnig með fjölnota íþróttasal í Fellabæ. Hann er 323 m² og lagður parketi.

Tjarnarbraut 26
700 Egilsstaðir
Sími: 4 700 777
Netfang: ithrottamidstod.egilsstadir@mulathing.is
Facebooksíða Íþróttamiðstöðvarinnar (upplýsingar um opnunartíma og fleira.)

Gjaldskrá

Íþróttamiðstöðin Seyðisfirði

Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar var formlega tekin í notkun 1. febrúar 1999. Í íþróttahúsinu er rúmgóður salur, en þar rúmast t.a.m. löglegur handboltavöllur, 5 badmintonvellir, 2 körfuboltavellir, 3 blakvellir og 5 bocciavellir. Einnig er fullbúinn tækjasalur til líkamsræktar, gufa, kalt kar og heitur pottur í húsinu.

Austurvegur 4
710 Seyðisfjörður
Sími: 4 702 341
Netfang: ithrottamidstod.seydisfjardar@mulathing.is
Facebooksíða íþróttamiðstöðvarinnar (upplýsingar um opnunartíma og fleira.)

Gjaldskrá

Sundhöll Seyðisfjarðar

Sundhöll Seyðisfjarðar var byggð árið 1948 og var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins. Hún var formlega opnuð 8. júli 1948 og varð því 70 ára árið 2018. Sundlaugin er innilaug 12,5 x 7 m, lítil en vinaleg, með tveimur heitum pottum (inni) og sauna. Hægt er að ganga út í garð og þar eru bekkir og stólar til að sóla sig á. Laugin er oft upphituð og því tilvalin fyrir ungbarnasund.

Suðurgötu 5
710 Seyðisfjörður
Sími: 4 702 340
Netfang: sundholl.seydisfjardar@mulathing.is
Facebooksíða Sundhallarinnar (upplýsingar um opnunartíma og fleira.)

Gjaldskrá

Sparkhöll Borgarfirði eystri og líkamsræktaraðstaða

Sparkhöll Borgfirðinga er glæsilegur yfirbyggður gervigrasvöllur sem byggður var árið 2008. Grasvöllurinn hefur nýst vel og ekki bara fyrir fótbolta því þar hefur einnig verið stundað golf, blak og badminton. Höllin opin öllum til frírra afnota. UMFB rekur einnig líkamsræktaraðstöðu á efri hæð Fjarðarborgar.

Sparkhöllin og Fjarðarborg
720 Borgarfirði eystri

Síðast uppfært 18. september 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?