Fara í efni

Gjaldskrár

Álagning fasteignagjalda

Álagning fasteignagjalda Múlaþings 2021

Álagning fasteignagjalda byggir á fasteignamati samkvæmt Landsskrá fasteigna frá 31. des. Álagning, leiðréttingar, reikningagerð og innheimta fer fram hjá stjórnsýslu- og fjármáladeild. Álagningarseðlar eru aðgengilegir á island.is og í Þjónustugátt Múlaþings.

Sveitarstjórn Múlaþings hefur ákveðið að álagning fasteignagjalda 2021 verð sem hér segir :

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis : A – skattflokkur

Íbúðarhús og sumarbústaðir, ásamt lóðum, erfðafestulönd og jarðeignir sem eingöngu eru nýttar til landbúnaðar, mannvirki og útihús á bújörðum.

 • Fasteignaskattur A 0,50% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Lóðarleiga A, af lóðum í eigu Múlaþings, 0,75% af fasteignamati lóðar.
 • Vatnsgjald pr. ferm. í húsnæði 261 kr. auk 9.190 kr. fastagjalds.
 • Holræsagjald 0,32% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Hreinsun rotþróa skv. gjaldskrá. (Rotþró minni en 4,5 rúmmetri 19.700 kr. Rotþró að stærð 4,5 til 6,5 rúmmetri 28.300 kr. Umfram rúmmetri yfir 6,6 rúmmetra 6.027 kr./m3.
 • Sorpgjald 31.374 kr. hver íbúð fyrir 240 L tunnu.
  • 25% afsláttur á Borgarfirði er sbr. 1. gr. A-liðar.
  • Sumarhús án þjónustu 30% þar af eða 9.412 kr.
  • Sumarhús með fulla þjónustu frá 10. maí til 27. september 50% eða 15.687 kr.
  • Árgjald fyrir hverja aukatunnu sorps er :
   • 11.200 fyrir gráa tunnu.
   • 2.000 kr. fyrir græna tunnu.
   • 2.000 kr. fyrir brúna tunnu.

Fasteignagjöld stofnana : B – skattflokkur

Sjúkra- og heilbrigðisstofnanir, skólar, íþróttahús o.fl. sbr. reglugerð um fasteignaskatt nr. 1160/2005.

 • Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Lóðarleiga B, af lóðum í eigu Múlaþings, 0,75% af fasteignamati lóðar.
 • Vatnsgjald pr. ferm. í húsnæði 261 kr. auk. 9.190 kr. fastagjalds.
 • Holræsagjald 0,32% af fasteignamati húss og lóðar.

Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis : C – skattflokkur

Aðrar fasteignir en falla undir A og B flokk t.d. verslanir, iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði

 • Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Lóðarleiga C, af lóðum í eigu Múlaþings, 0,75% af fasteignamati lóðar.
 • Vatnsgjald pr. ferm. í húsnæði 261 kr. auk. 9.190 kr. fastagjalds.
 • Holræsagjald 0,32% af fasteignamati húss og lóðar.

Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda

Á forsíðu álagningarseðils eru tilgreindir gjalddagar fasteignagjalda. Eindagi fasteignagjalda er síðasti virki dagur greiðslumánaðar og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða.

Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 30.000 er gjalddagi þeirra 1. febrúar. Greiðslu má inna af hendi með útsendum greiðsluseðlum (í þeim tilfellum sem það á við), beingreiðslum og boðgreiðslum eða í heimabönkum. 

Nánari upplýsingar fást á bæjarskrifstofum í síma 470-0700 eða á fasteignagjold@mulathing.is

Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti

Sótt er um afsláttinn á vefnum undir mínar síður. Umsókninni þarf að fylgja afrit af skattframtali viðkomandi vegna tekna síðasta árs. Sá afsláttur sem fólk á rétt á er síðan endurgreiddur og lagður inn á uppgefinn bankareikning. Hámarksafsláttur af fasteignaskatti árið 2021 er kr. 94.185, en fer eftir tekjum og lækkar línulega þangað til hámarstekjumarki er náð.

Sjá nánar reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá Múlaþingi 

Tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega eru sem hér segir :

 • Tekjur einstaklinga 2020 - Fullur afsláttur skv. 4. gr. reglnanna með tekjur allt að 3.195.000 kr. Engan afslátt með tekjur yfir 4.193.000 kr.
 • Tekjur hjóna 2020 - Fullur afsláttur skv. 4. gr. reglnanna með tekjur allt að 4.493.000 kr. Engan afslátt með tekjur yfir 5.692.000 kr.

Borgarfjarðarhöfn

Borgarfjarðarhöfn

Gjaldskrá 2021

1. gr.
Gjaldskrá þessi fyrir Borgarfjarðarhöfn er sett skv. heimild í 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003, sbr. bráðabirgðaákvæði nr. I. Gjaldskráin er við það miðuð að höfnin geti haft tekjur til þess að standa undir rekstri hafnarinnar, sbr. 5. tölulið 3. gr. hafnalaga.
 
2. gr.
Við ákvörðun gjalda, sem taka mið af stærð skipa, skal miðað við brúttótonnatölu skipa samkvæmt alþjóðlegu mælingarbréfi, sem gefið er út í samræmi við alþjóðasamþykktina um mælingu skipa frá 1969.
 
3. gr.
Af öllum skipum skal greiða tilheyrandi gjöld til hafna Múlaþings ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar:
 
Lestagjöld: Af öllum skipum skal greiða lestagjald, kr.16,28 á mælieiningu skv. 2. gr. en þó ekki oftar en tvisvar í mánuði.
 
Bryggjugjöld: Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða kr. 8,66 á mælieiningu skv. 2. gr. fyrir hverja 12 tíma sem skip liggur bundið, hámark 26 sinnum í mánuði.
 
Farþegagjöld: Vegna farþega sem fluttir eru í land af farþegaskipum eða fluttir með skemmtibátum kr. 175 á farþega.
Heimilt er að taka lesta- og bryggjugjald af bátum minni en 20 BT sem mánaðargjald kr.7,070,96.
Bátar styttri en 6 m. greiði kr. 5.300 á mánuði.
 
Önnur gjöld: Landstöðugjald fyrir báta við bátahöfn er kr. 3.000 á mánuði. Fyrir landtengingu rafmagns greiðist skv. afdráttarmæli sem bátseigandi setur upp á sinn kostnað kr. 19,60/kwst. Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til hafna Múlaþings vegna skipsins.
 
Vörugjöld: Vörugjald, kr. 352,00 fyrir hvert tonn, skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða úr landi á skipsfjöl innan takmarka hafnarinnar. Vörugjald greiðir móttakandi af vörum sem koma til hafnarinnar og sendandi af vörum sem fluttar eru úr höfninni.
 
Aflagjöld: Af öllum sjávarafla sem lagður er á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings skal greiða 1,6% af heildarverðmæti aflans. Kaupanda aflans ber að afhenda hafnarverði skýrslu um keyptan afla mánaðarlega, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Kaupandi aflans innheimtir gjaldið hjá seljanda og er ábyrgur fyrir því til hafna Múlaþings þótt hann vanræki innheimtu þess.
 
Vigtargjöld: Samkvæmt taxta á útseldri vinnu. Kaupandi afla stendur skil á vigtargjöldum.
 
Greiða skal gjöldin á bankareikning hafna Múlaþings.
 
4. gr.
Gjaldskrá þessi fyrir Borgarfjarðarhöfn var samþykkt af umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings 16. desember 2020 skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004.
 
Gjaldskráin öðlast gildi frá og með 1. janúar 2021 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi eldri gjaldskrá.

Byggingar- og skipulagsgjöld

Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Múlaþingi.

1. gr.

Gjöld samkvæmt samþykkt þessari.

Lóðarhafar og framkvæmdaaðilar innan Múlaþings greiða til sveitarfélagsins eftirtalin gjöld samkvæmt samþykkt þessari:

 1. Gatnagerðargjald.
 2. Byggingarleyfisgjald.
 3. Afgreiðslu- og þjónustugjöld vegna mannvirkjamála.
 4. Framkvæmdaleyfisgjöld.
 5. Gjöld vegna vinnu eða breytinga á skipulagsáætlunum

 

2. gr.

Gatnagerðargjald.

Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum í þéttbýli í Múlaþingi, samkvæmt samþykktu deiliskipulagi eða staðfestu aðalskipulagi, skal greiða gatnagerðargjald samkvæmt samþykkt þessari, sbr. 12. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006.

Gatnagerðargjaldi skal varið til gatnagerðar í sveitarfélaginu og viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja. Gjaldinu skal þannig m.a. varið til að undirbyggja götur með tilheyrandi lögnum, m.a. vegna götulýsingar og til að leggja bundið slitlag, gangstéttar, umferðareyjar og þess háttar þar sem gert er ráð fyrir því í skipulagi.

Byggingarleyfisgjöld eru innheimt sérstaklega og ekki innifalin í gatnagerðargjaldi. Stofngjöld veitna eru ekki innifalin í gagnagerðargjaldi.

 

3. gr.

Gjaldstofn gatnagerðargjalds og tímamark álagningar.

Gatnagerðargjald er tvíþætt. Annars vegar er það vegna nýrra bygginga og hins vegar vegna stækkunar á eldra húsnæði.

Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er hámarks heimilaður fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð. Gjaldstofninn er ákveðinn á eftirfarandi hátt:

a) Þegar sveitarfélagið úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð er gatnagerðargjald lagt á í samræmi við hámarks fermetrafjölda þeirrar byggingar sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Þó skal aldrei miða álagninguna við hærra nýtingar-hlutfall en 0,4 fyrir einbýlishús.

b) Þegar gatnagerðargjald verður ekki lagt á skv. a-lið, eða ef byggingarleyfi er veitt fyrir stærri byggingu en álagning skv. a-lið var upphaflega miðuð við, er við útgáfu byggingarleyfis lagt á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til. Gildir þá jafnframt:

1. Gatnagerðargjald skal innheimt vegna stækkunar byggingar sem nemur fermetrafjölda stækkunar.

2. Gatnagerðargjald skal innheimt ef reist er ný og stærri bygging í stað annarrar á sömu lóð sem stækkuninni nemur. Gildir þessi regla um byggingar sem samþykkt er bygg-ingaleyfi fyrir allt að fimm árum eftir að leyfi er gefið fyrir niðurrifi byggingar. Að öðrum kosti skal greiða fullt gatnagerðargjald.

3. Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun húsnæðis þannig að hún færist í hærri gjaldflokk, sbr. 4. gr. skal greiða gatnagerðargjald sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu.

Hafi gatnagerðargjald verið lagt á í samræmi við a-lið greinarinnar, skal ekki greitt af við-byggingu, nema að því leyti sem viðbygging felur í sér hærra nýtingarhlutfall en fyrri álagning byggði á, þó ekki í tilvikum þar sem hámark skv. 1. mgr. 4. gr. um einbýlishúsalóðir á við.

 

4. gr.

Útreikningur gatnagerðargjalds.

Við álagningu gatnagerðargjalds skv. a-lið 3. gr. skal gatnagerðargjald reiknað út frá fermetra-fjölda skv. tilgreindu hámarksnýtingarhlutfalli lóðar, sbr. 3. gr. Sé þess óskað að byggja meira en nýtingarhlutfall lóðar segir til um skal greiða gatnagerðargjald miðað við það nýtingarhlutfall. Um einbýlishúsalóðir gildir þó alltaf, að aldrei skuli miða álagningu við hærra nýtingarhlutfall en 0,4.

Við álagningu gatnagerðargjalds skv. b-lið 3. gr. skal gatnagerðargjald reiknað út frá raunfjölda fermetra byggingar, hvort sem um er að ræða viðbyggingu, endurbyggingu, breytingu notkunar eða önnur tilvik.

Af hverjum fermetra skal greiða ákveðinn hundraðshluta byggingarkostnaðar pr. fermetra vísi-töluhúss fjölbýlis eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987 um vísitölu byggingarkostnaðar. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:

Einbýlishús með eða án bílageymslu                         6,50%

Par-, rað- og keðjuhús, með eða án bílageymslu      6,00%

Fjölbýlishús með eða án bílageymslu                        4,00%

Verslunar, skrifstofu - og þjónustuhúsnæði              5,20%

Iðnaðar- og geymsluhúsnæði                                      4,50%

Aðrar byggingar                                                             3,00%

 

Fjárhæðir taka breytingum 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins (nú 233.232 kr./m², byggingarvísitala grunnur 2010, 149,2 stig í desember 2020).

 

5. gr.

Undanþágur frá greiðslu gatnagerðargjalds.

Undanþegnar greiðslu gatnagerðargjalds eru eftirtaldar byggingar:

a) Óeinangruð hús, minni en 15 fermetrar.

b) Óupphituð svalaskýli íbúðarhúsa sem eru 20 fermetrar eða minni.

 

6. gr.

Sérstök lækkunarheimild gatnagerðargjalds.

Umhverfis- og framkvæmdaráði er heimilt skv. 6. gr. laga nr. 153/2006 að lækka eða fella niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður svo sem vegna þéttingar byggðar skv. skilgreiningu í aðalskipulagi, sérstakrar atvinnuuppbyggingar, lítillar ásóknar í viðkomandi lóð eða eftirspurnar eftir leiguhúsnæði.

Umhverfis- og framkvæmdaráð skal taka saman og birta lista yfir lóðir sem eru til úthlutunar og afsláttur er veittur af skv. 1. mgr. þar sem tilgreint er hlutfall afsláttar af viðkomandi lóð.

Umhverfis- og framkvæmdaráði er enn fremur heimilt að lækka eða fella niður gjöld vegna sérhæfðs félagslegs húsnæðis, svo sem sambýla fyrir fatlað fólk, þjónustuíbúða fyrir aldraða og félagslegs leiguhúsnæðis enda sé slíkt húsnæði í eigu stofnana, félagasamtaka eða félaga sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. Þinglýsa skal kvöð á umrætt húsnæði um að greiða skuli gatnagerðargjald af því ef það fellur af einhverjum ástæðum ekki lengur undir ákvæði þetta.

Sé meðaldýpt jarðvegs nýskipulagðra og óúthlutaðra byggingarlóða á burðarhæfan jarðveg meiri en 3 metrar frá botnplötu (lægsta gólfi) húss, er veittur afsláttur af gatnagerðargjaldi skv. neðangreindu:

Dýpt undir gólfplötu:

- Fyrir hverja 10 cm neðan 3 m frá botnplötu (lægsta gólf) reiknast afsláttur upp á 2%. afsláttur getur þó að hámarki verið 75% af gatnagerðargjaldi lóðar.

- Við ákvörðun jarðvegsdýptar niður á burðarhæfan jarðveg skal miða við upplýsingar um leiðsögukóta húss og jarðvegsdýpt skv. mælingu sem staðfestist af starfsmanni á byggingarsviði.

Afsláttur skv. 4. mgr. er ekki veittur af lóðum á svæðum sem skilgreind eru sem miðbæjarsvæði í aðalskipulagi.

 

7. gr.

Gjalddagar og greiðsluskilmálar.

Gjalddagi gatnagerðargjalds er við lóðarveitingu. Hafi gjöldin eigi verið greidd innan ofangreinds frests, fellur úthlutun lóðarinnar úr gildi. Gjalddagi gatnagerðargjalds í öðrum tilvikum en við úthlutun lóðar miðast við útgáfu byggingarleyfis.

Umsækjandi lóðar, sem fengið hefur sömu lóð úthlutað án þess að greiða innan mánaðar gatna-gerðargjald, fær ekki úthlutað lóðinni í þriðja sinn, nema fyrir liggi greiðsla gatnagerðargjalds.

Eindagi gjalda skv. samþykkt þessari er 30 dögum eftir gjalddaga.

Að beiðni greiðanda er heimilt að seinka eindaga gatnagerðargjalds þannig að eindagi allt að 75% gjaldsins sé 6 mánuðum eftir gjalddaga og eindagi allt að 50% gjaldsins sé 12 mánuðum eftir gjalddaga.

 

8. gr.

Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.

Lóðarhafi leigulóðar og eigandi eignarlóðar ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.

 

9. gr.

Endurgreiðsla gatnagerðargjalds.

Gatnagerðargjald skal endurgreitt í eftirtöldum tilvikum:

a) Ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð eða fellur niður, sbr. reglur sveitarfélagsins um úthlutun lóða.

b) Ef gatnagerðargjald hefur verið greitt í tengslum við útgáfu byggingarleyfis, en leyfið fellur úr gildi.

Gatnagerðargjald skal endurgreitt innan 90 daga, vegna endurgreiðslu skv. a-lið, sama gildir um gatnagerðargjald sem lagt hefur verið á í tengslum við útgáfu byggingarleyfis sbr. b -lið, en þá skal gatnagerðargjald endurgreitt innan 90 daga frá því að byggingarleyfishafi hefur sannanlega krafist endurgreiðslu.

Um endurgreiðslu fer að öðru leyti skv. 9. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006, sbr. breyt-ingalög nr. 6/2009.

Endurgreiðsla gatnagerðargjalds vegna lóða sem úthlutað var eða byggingarleyfi veitt á, fyrir gildistöku laga nr. 6/2009 þann 4. mars 2009, skal verðbætt miðað við vísitölu neysluverðs frá greiðsludegi til endurgreiðsludags.

 

10. gr.

Eldri samningar og skilmálar um gatnagerðargjald.

Um samninga um gatnagerðargjald af tilteknum lóðum, sem lóðarhafar eða lóðareigendur hafa gert við Múlaþing og forvera þess fyrir gildistöku samþykktar þessarar, svo og skilmálar varðandi gatnagerðargjald, sem sveitarstjórn hefur sett fyrir sömu tímamörk og lóðarhafi og lóðareigandi hefur undirgengist, fer eftir þá gildandi gjaldskrám.

 

11. gr.

Byggingarleyfisgjald.

Innheimta skal byggingarleyfisgjald fyrir hverja þá framkvæmd sem byggingarleyfi er gefið út fyrir.

Innifalið í byggingarleyfisgjaldi er lögboðin meðferð byggingarleyfiserinda, lóðarblöð, yfirferð teikninga, útmæling fyrir lóð, húsi og hæðarkóta og reglubundið eftirlit, eftir því sem við á.

Byggingarleyfisgjald samkvæmt eftirfarandi töflu er innheimt við útgáfu byggingarleyfis:

Tegund byggingar

Hlutfall

Kr.

a) Íbúðarhúsnæði

 

 

· Einbýlishús

100%

200.000 kr.

· Par-, rað-, tvíbýlis- og keðjuhús, pr. íbúð

85%

170.000 kr.

· Fjölbýlishús, pr. íbúð

50%

100.000 kr.

· Frístundahús

50%

100.000 kr.

b) Atvinnu- og þjónustu- og stofnanahúsnæði

 

 

· Gólfflötur allt að 500 fermetrar

100%

200.000 kr.

· Gólfflötur á bilinu 500-1000 fermetrar

200%

400.000 kr.

· Gólfflötur yfir 1000 fermetrar

300%

600.000 kr.

c) Önnur hús, hverskonar viðbyggingar, bílgeymslu og gripahús

 

 

· Nýbygging eða viðbygging allt að 40 fermetrar

40%

80.000 kr.

· Nýbygging eða viðbygging frá 40-100 fermetrum

60%

120.000 kr.

· Nýbygging eða viðbygging frá 100-200 fermetrum

100%

200.000 kr.

d) Annað

 

 

Minniháttar breytingar á útliti, innra skipulagi, utanhúsklæðning o.þ.h.

20%

40.000 kr.

Meiriháttar breytingar á innra skipulagi húsnæðis (breytingar á veggjum, lögnum o.fl.

50%

100.000 kr.

 

12. gr.

Afgreiðslu- og þjónustugjöld vegna mannvirkjamála.

Gjalddagi afgreiðslu- og þjónustugjalda vegna mannvirkjamála miðast við útgáfu viðkomandi vottorða og ákveðst samhliða því að önnur þjónusta er veitt.

 

Tegund þjónustu

Gjald í kr.

Athugasemdir

1

Eftirlit, úttekt og skráning vegna lausafjármuna í óleyfi

32.549

Eftirlit, úttekt og skráninga byggingarfulltrúa vegna geymslu lausafjármuna sbr. 2.6.1. gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

1.1

Útgáfa stöðuleyfis

38.979

Útgáfa stöðuleyfis sbr. 2.6.1. gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012, í allt að 12 mánuði.

2

Lóðarúthlutunargjald

45.662

Greiðist við úthlutun lóðar og er óendurkræft, þó úthlutun gangi til baka.

3

Fokheldisvottorð

18.307

 

4

Aukavottorð um byggingarstig og stöðuúttekt

27.354

 

5

Lokavottorð og lokaúttekt

34.461

6

Eignaskiptayfirlýsingar – samþykkt og skráning

11.413

 

6.1

Eignaskiptayfirlýsingar – yfirferð

 

Aðkeypt vinna skv. reikningi

7

Vottorð vegna vínveitingaleyfa

27.354

 

8

Endurskoðun aðaluppdrátta

18.307

 

9

Gerð stofnskjals vegna lóða

11.413

Þegar hús er fokhelt. Við bætist þinglýsingarkostnaður vegna lóðaleigusamninga og stofnskjala.

10

Aukaúttekt byggingarfulltrúa

20.000

 

11

Úttekt vegna útleigu húsnæðis

51.443

Á almennum leigumarkaði/ til sölu gistingar.

12

Skannaðar teikningar og ljósritaðar teikningar, stærri en A4 blöð

595

A einnig við um teikningar sem sendar eru rafrænt.

13

Skönnun/prentun vottorða, staðfestinga og annarra slíkra skjala í A4 og A3

595

Gjald pr. blaðsíðu.

 

13. gr.

Framkvæmdaleyfisgjöld.

Innheimta skal framkvæmdaleyfisgjald fyrir hverja þá framkvæmd sem framkvæmdaleyfi er gefið út fyrir. Gjaldið má ekki nema hærri upphæð en nemur kostnaði við undirbúning og útgáfu leyfisins og eftirlitið, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu.

Framkvæmdaleyfisgjald samkvæmt eftirfarandi töflu eru innheimt við útgáfu framkvæmdaleyfis. Gjalddagi eftirlitsgjalds er í kjölfar eftirlits:

 

Tegund þjónustu

Gjald í kr.

Athugasemdir

1

Afgreiðslugjald

3.897

 

2

Framkvæmdarleyfi – framkvæmdir skv. 1. og 2. Viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000

129.930

 

3

Framkvæmdarleyfi – aðrar framkvæmdir

64.965

 

4

Eftirlit umfram það sem er innifalið í framkvæmdarleyfisgjaldinu

18.947

Tímagjald aðkeypt vinna, skv. reikningi byggingarfulltrúa og/eða aðkeypt vinna skv. reikningi.

 

14. gr.

Gjöld vegna vinnu eða breytinga á skipulagsáætlunum.

Sé þörf á að vinna skipulagsáætlun eða gera breytingu á henni vegna leyfisskyldra framkvæmda getur sveitarstjórn innheimt gjald fyrir skipulagsvinnu sem nauðsynleg er vegna þeirrar framkvæmdar, samkvæmt eftirfarandi töflu. Gjaldið skal ekki nema hærri upphæð en nemur kostnaði við skipulagsgerðina og kynningu og auglýsingu skipulagsáætlunar og eru einstakir gjaldaliðir því settir fram til viðmiðunar.

Gjalddagi gjalda vegna skipulagsáætlana miðast við það þegar vinna fer fram og/eða kostnaður fellur til. Gjöld skulu innheimt samkvæmt sérstökum innheimtuseðlum.

 

Tegund þjónustu

Gjald í kr.

Athugasemdir

 

Kostnaður vegna aðalskipulagsbreytinga:

 

 

1

Afgreiðslugjald

6.497

 

2

Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 36 gr. Skipulagslaga

162.412

Viðmiðunargjald

3

Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga

155.915

 

4

Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga

90.950

 

 

Kostnaður vegna deiliskipulags:

 

 

1

Afgreiðslugjald

6.497

 

2

Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38 gr. Skipulagslaga

 

Aðkeypt vinna skv. reikningi

3

Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga

155.915

 

4

Veruleg breyting á deiliskipulagsuppdrætti sbr. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga

 

Aðkeypt vinna skv. reikningi

5

Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna verulegra breytinga sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga

90.950

 

6

Óveruleg breyting á deiliskipulagsuppdrætti sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga

 

Aðkeypt vinna skv. reikningi

7

Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna óverulegra breytinga sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga

64.965

 

8

Grenndarkynning vegna breytinga á deiliskipulagsuppdrætti

32.482

 

9

Grenndarkynning

32.482

 

 

15. gr.

Ýmis ákvæði.

Öll gjöld önnur en gatnagerðargjald samkvæmt samþykkt þessari eru miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar nóvember 2020 (grunnur 2010, 148,4 stig). Endurreikna skal gjöldin í upphafi hvers almanaksárs, á grundvelli vísitölu byggingarkostnaðar í janúar og gilda til loka viðkomandi árs.

Upphæð gjalda samkvæmt 11. og 12. gr. skal taka mið af kostnaði við þjónustu og einstök verkefni og skal byggð á rekstraráætlun þar sem rökstudd eru þau atriði sem ákvörðun gjalds byggist á. Gjaldið má ekki vera hærra en sá kostnaður.

Öll gjöld samkvæmt samþykkt þessari eru ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði, tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign og eru aðfararhæf samkvæmt 10. tl. 1. mgr. laga um aðför nr. 90/1989. Framkvæmdaleyfisgjöld og gjöld vegna skipulagsvinnu njóta þó ekki lögveðsréttar. Séu gjöld ekki greidd á eindaga skulu reiknast dráttarvextir frá gjalddaga, skv. ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.

Kostnaður lóðarhafa vegna lóðar sem er skilað eða byggingarleyfi afturkallað af, vegna atriða er varða lóðarhafa, svo sem hönnunar- og rannsóknakostnaður á lóðinni eða framkvæmdir áður en byggingarleyfi er gefið út, er ekki endurgreiddur af sveitarfélaginu. Staða lóðarhafa fer þá eftir gildandi verklagsreglum vegna lóðaskila eða öðrum ákvörðunum sveitarstjórnar.

Sé lóð afturkölluð eða byggingarleyfi fellt úr gildi eftir að undirstöður eru fullgerðar, eða á síðari stigum byggingarframkvæmda, skal dómkveðja tvo matsmenn til að verðleggja þær framkvæmdir sem unnar hafa verið, enda hafi þær verið teknar út og viðurkenndar af byggingarfulltrúa. Kostnað vegna matsins greiða sveitarfélagið og lóðarhafi að jöfnu. Múlaþing skal leysa til sín lóðina með mannvirkjum á grundvelli mats hinna dómkvöddu matsmanna að frádreginni hlutdeild lóðarhafa í kostnaði vegna matsgerðarinnar.

 

16. gr.

Heimildarákvæði.

Sveitarstjórn er heimilt að undanþiggja einstök hverfi, götur eða landsvæði ákvæðum 3. gr. að öllu leyti, ef um er að ræða að sveitarfélagið semji við einn og sama framkvæmdaraðila að taka að sér að byggja öll mannvirki á svæðinu og ganga að fullu frá götum, bifreiðastæðum, opnum svæðum o.s.frv. Í slíkum tilfellum skal framkvæmdaraðili greiða sveitarsjóði sem nemur að minnsta kosti 15% af útreiknuðu samanlögðu gatnagerðargjaldi til að standa straum af kostnaði við tengigötur. Sveitarsjóður skal eftir sem áður yfirtaka til rekstrar þær götur sem byggðar eru með framangreindum hætti.

 

17. gr.

Samþykkt og gildistaka.

Gatnagerðargjald byggir á lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006 og reglugerð um gatnagerðar-gjald nr. 543/1996.

Byggingarleyfisgjald og afgreiðslu- og þjónustugjöld vegna mannvirkjamála byggja á 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og vinnu við skipulagsáætlanir byggja á skipulagslögum nr. 123/2010, sbr. 20. gr. laganna, sjá einnig 18. gr., sbr. 2. mgr. 38. gr. laganna.

Samþykkt þessi öðlast gildi við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt falla þá úr gildi: Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjöld og þjónustugjöld byggingarfulltrúaembættis Djúpavogshrepps, nr. 420/2018. Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði, nr. 198/2017. Gjaldskrá um byggingarleyfisgjald, afgreiðslu- og þjónustugjöld byggingarfulltrúa, framkvæmdaleyfisgjald og gjöld vegna skipulagsbreytinga í Seyðisfjarðarkaupstað, nr. 1401/2019. Samþykkt um gatnagerðargjald í Seyðisfjarðarkaupstað, nr. 1319/2013. Þó gildir vegna gatnagerðargjalds, sem lagt hefur verið á fyrir gildistöku samþykktar þessarar en hefur ekki verið greitt að fullu, að farið skal eftir ákvæðum þeirrar samþykktar sem álagning gatnagerðargjalds byggði á.

 

Samþykkt í sveitastjórn Múlaþings 9. desember 2020.

 

Djúpavogshöfn

Hafnir Múlaþings
Djúpavogshöfn
Gjaldskrá 2021

 

Almenn ákvæði.
1. gr.
Gjaldskrá þessi fyrir Djúpavogshöfn er sett skv. heimild í 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003 með síðari breytingum.
 
Um gjaldtöku, er tengist stærð skipa.
2.gr
Við ákvörðun gjalda, sem taka mið af stærð skipa, skal miðað við brúttótonnatölu skipa (BT) samkvæmt alþjóðlegu mælingarbréfi, sem gefið er út í samræmi við alþjóðasamþykktina um mælingu skipa frá 1969.
 
3.gr.
Af öllum skipum skal greiða tilheyrandi gjöld til hafna Múlaþings ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar.
 
Skipagjöld.
4.gr.
Lestargjöld:
Af öllum skipum skal greiða lestargjald, kr. 16,28 á mælieiningu skv. 2. gr. en þó ekki oftar en tvisvar í mánuði.
Bryggjugjöld:
Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða samkvæmt eftirfarandi:
Skip við bryggju kr. 8,66 á mælieiningu fyrir hverja byrjaða 24 tíma, sem skip liggur bundið, hámark 13 sinnum í mánuði.
Farþegaskip, sem liggja við ankeri, en nota flotbryggju, skulu greiða kr. 4,17 á mælieiningu. Heimilt er að taka lestar- og bryggjugjald af fiskiskipum og minni bátum, sem mánaðargjald.
Bátar yfir 20 brt aldei lægra en kr. 23.225.
Bátar 10-20 brt aldrei lægra en kr. 13,857.
Bátar 8-10 br. aldrei lægra en kr. 10.531.
Bátar yfir 6 metrar en undir 8 brt aldrei lægra en kr. 7071.
Bátar yfir 6 metrar að lágmarki kr 1670 fyrir einstaka komu.
Bátar undir 6 metrar aldrei lægra en kr 5.300.
Bátar sem liggja á fingri kr 11.150 á mánuði.
Skútur og skemmtibátar sem koma til hafnar greiði 10 evrur ( 1.500 kr ) á dag.
 
Vörugjöld.
5.gr.
Vörugjald skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða úr landi á skipsfjöl, eða úr einu skipi í annað, innan takmarka hafnarinnar, þó með þeim undantekningum er síðar getur. Farmflytjandi skal skila farmskrá og öðrum nauðsynlegum gögnum vegna álagningar vörugjalda til hafnarinnar.
 
6.gr.
Fyrir vörur sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til annarrar hafnar, innlendrar eða erlendrar, en eru látnar á land um stundarsakir, skal aðeins greitt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land. Undanþegnar þessu gjaldi eru vörur sem látnar eru á land um stundarsakir vegna skemmda á skipi.
 
Farþegagjöld.

7.gr.

Fyrir hvern farþega með farþegabátum og skemmtiferðaskipum skal greiða kr.175.
Heima farþegabátar kr 125 á hvern farþega.
Skemmtiferðaskip skulu skila inn farþegalistum, minnst einum sólarhring fyrir komu, en farþegabátar með áætlunarsiglingar til og frá Djúpavogshöfn skila inn gögnum um fjölda farþega mánaðarlega.
 
8.gr.
Af vörum, sem fluttar eru á skip og fara eiga til annarra hafna innanlands greiðist hálft vörugjald.
Af vörum sem koma frá útlöndum og fara eiga áfram til útlanda er heimilt að innheimta fullt vörugjald, þegar vörurnar eru fluttar í land.
 
9.gr.
Þessar vörur eru algjörlega undanþegnar vörugjaldi:
a) Umbúðir sem endursendar eru.
b) Olía, vistir og aðrar nauðsynjar skipa til eigin notkunar.
c) Almennar póstsendingar og farangur ferðamanna.
d) Úrgangur sem fluttur er til eyðingar.
 
10. gr.
Vörugjald reiknast eftir þyngd eða verðmæti, með umbúðum og af hverri sendingu sérstaklega. Fara skal eftir farmskrá skipa við útreikning vörugjalds. Skipstjóri eða afgreiðslumaður skips skal láta höfninni í té afrit af farmskrá. Sé engri farmskrá til að dreifa skal skipstjóri gefa drengskaparvottorð um vörumagn sem fermt hefur verið eða affermt úr skipi hans. Þyki hafnarstjóra ástæða til getur hann hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt sem hann telur hentugast. Reynist vörumagnið vera meira en upp er gefið greiðir farmeigandi kostnaðinn.
Séu fleiri en ein vörutegund í sendingu ósundurliðað skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund sem hæst gjald skal greiða af.
 
11.gr.
Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og þar segir:
Vörugjaldskrá:
1.fl.: Gjald kr. 352 fyrir hvert tonn:
Kol, laust korn, salt, vikur, kísilgúr, bensín, brennsluolíur, þörungamjöl, sement, áburður og úrgangur sem fluttur er til endurvinnslu.
2.fl.: Gjald kr. 492 fyrir hvert tonn:
Lýsi, fiskimjöl og fóður til fiskeldis. (Sama á við um umskipun við bryggju)
3.fl.: Gjald kr. 641 fyrir hvert tonn:
Þungavarningur, svo sem sekkjavörur, óunnið járn og stál, veiðarfæri, smurningsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir, hráefni til iðnaðar og byggingaframkvæmda. Pökkuð og niðursoðin matvæli, óáfengar drykkjarvörur og ávextir.
4.fl.: Gjald kr. 1.384 fyrir hvert tonn:
Aðrar vörur, sem ekki eru tilgreindar í 1.–3. fl.
Af flutningi vinnutækja innanlands skal veita allt að 50% afslátt. Vörugjöld greiðast ekki af bifreiðum ferðamanna, enda ferðist eigendur með sama skipi.
5.fl.: Gjald 1,60% af heildaraflaverðmæti:
Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af heildarverðmæti landsetts afla.
 
Gjald af frystum afla frystitogara reiknast af helmingi heildarverðmætis.

Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd og gjald af gámafiski reiknast af áætluðu heildarverði.

Kaupanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um seldan afla um leið og sala hefur átt sér stað, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað.
Kaupandi ber skil á greiðslu aflagjalds.
Hámarksgjald samkvæmt lið þessum er kr. 6.953 fyrir hvert tonn.
Lágmarksgjald í öllum flokkum er kr. 260 fyrir hvert tonn.
 
Leiga á gámasvæði, geymsla veiðarfæra.
12.gr.
Leiga fyrir geymslusvæði skal vera eftirfarandi:
Geymsla á malarsvæði pr. m² kr. 55 á mánuði.
Geymsla á malbikuðu/steyptu svæði pr. m² kr. 110 á mánuði.
Geymsla á veiðarfærum á hafnarköntum. Frítt fyrstu vikuna, síðan kr. 4.300 pr. fyrir hvernsólarhring.
Geymslugjald á 20 feta gámi kr. 2.800 pr. mán.
Geymslugjald á 40 feta gámi kr. 5.600 pr. mán.
Geymslugjald á 20 feta frystigámi kr. 2.800 pr. mán. + rafmagn.
Geymslugjald á 40 feta frystigámi kr. 5.600 pr. mán. + rafmagn.
 
Úrgangs og förgunargjald /sorphirða
13.gr
Samkvæmt lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004 og reglugerð nr. 1200 frá 2014 ber skipstjóri ábyrgð á að úrgangi frá skipi sé skilað til hafnar eða viðurkennds þjónustuaðila áður en látið er úr höfn.
Skipstjóri, eigandi skips eða þjónustuaðili skal undantekningalaust skila fyrir komu skips til hafnar útfylltu eyðublaði til hafnarinnar um magn og tegund þess úrgangs sem skilað skal á land. Misbrestur á því getur leitt til tilkynningar til Umhverfisstofnunar.
Skip sem óskar eftir að Djúpavogshöfn. taki á móti úrgangi skal tilkynna um það að lágmarki 24 klst fyrir komu til hafnar.
Skip sem falla utan gr.11.c í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr.33/2004 skulu greiða þjónustuaðila kosnað vegna móttöku og förgun á úrgangi.
 
Annist höfn móttöku og förgun á almennum úrgangi skal greitt fyrir þjónustuna, fyrir hvern rúmmetra eða þyngd í kg.
Annist höfnin móttöku á spilliefnum eða sérstökum úrgangi sem hefur í för með sér kostnaðauka umfram förgun á almennu sorpi greiðir viðkomandi aðili þann kostnað sem til fellur.
 
Ef kalla þarf til sértækan aðila greiðir skip kostnað sem til fellur vegna þess.
 
Förgunargjald: Óski skipstjóri eða eigandi skips eftir að tekið verði á móti úrgangi frá skipinu skal hann hafa samband við viðurkenndan móttökuaðila skv. ábendingu hafnarinnar eða óska eftir því að höfnin annist móttöku á úrganginum. Lágmarksgjald hafnar fyrir móttöku á úrgangi er kr. 11.301 á hvern rúmmetra og lágmarksgjald er tekið fyrir einn rúmmetra óháð því hvort úrgangi er skilað í land. Skipstjóri og/eða eigandi skips ber ábyrgð á að útfylltu eyðublaði um magn og tegund sorps sé skilað til hafnarinnar, en misbrestur á því getur leitt til tilkynningar til Umhverfisstofnunar.
 
Förgunargjald: Skip sem undanþegin eru samkvæmt gr 11.c lög 33/2004. skulu greiða mánaðargjald lágmark eða eftir vigtun.
Almennt sorpgjald, stærð skips < 10 tonn kr. 755 mán.
Almennt sorpgjald, stærð skips 10-100 tonn kr. 3210 mán.
Almennt sorpgjald, stærð skips > 100 tonn kr. 5050 mán.
sérferðir á flokkunarstöð er greidd af viðkomandi. Kílógjald kr. 23,50
Fyrir sorp sem er vigtað er rukkað kílóagjald.
Gjald fyrir sorphirðu er kr. 7,150 fyrir hverja afgreiðslu.
 
Skipstjóri eða eigandi skips sem fengið hefur undanþágu frá Umhverfisstofnun um skil á sorpi eða tilkynningum, skal framvísa gildri staðfestingu þess efnis.
 
Hafnsögugjöld.
14.gr.
Ekki er hafnsöguskylda í Djúpavogshöfn en ef óskað er eftir slíkri þjónustu er greitt samkvæmt gjaldskrá.
a) Fyrir leiðsögn til hafna, að bólvirki eða lægi kr. 5.775 fyrir hvert skip, auk kr. 7,98 fyrir hvert brúttótonn. Fyrir leiðsögn frá bólvirki eða lægi og úr höfn greiðist sama gjald.
b) Fyrir flutning á lóðs, hver ferð kr. 42.500. Sama gjald fyrir Lóðs 42.500.
c) Ef óskað er eftir bát (Vinnubát )til aðstoðar við komu eða brottför út af hafnarsvæðinu, skal greiða. Að lágmarki kr 65.000 fyrir hverja byrjaða klst.
d) Fyrir leiðsögn um höfn skal greiða hálft gjald skv. A-lið. Ef skipstjóri skips hefur hafnsöguréttindi og hafnsögumaður fer ekki um borð skv. Ákvörðun hafnarstjórnar, er veittur 25% afsláttur af hafnsögugjaldi.
 
Festargjöld.
15.gr.
Festargjald fyrir hverja afgreiðslu er kr. 11.500. Séu fleiri en einn maður við afgreiðslu er gjald fyrir hvern aukamann kr. 11.500.
 
Vatnssala
16.gr.
Vatnsgjöld:
Vatn afgreitt frá bryggju: Kalt vatn.
Rúmmetraverð kr. 375, lágmark 10 m³.
Afgreiðsla utan dagvinnutíma, pr. klst. Kr 7.150 til viðbótar gjaldskrá.
 
Vigtargjald.
17.gr.
Almenn vigtun kr. 177,58 á tonn
Lægsta gjald fyrir einstaka vigtun kr. 1065,49
Vigtun flutningabifreiða, fast gjald kr. 1881
Gjald vegna dagvinnu við vigtun kr. 4310
Gjald vegna yfirvinnu við vigtun kr. 7150
Skráningargjald afla kr. 105,60 pr. tonn
Kranagjald: Löndun með hafnarkrana kr. 317,49 pr. tonn.
 
Opnunartími hafnar er frá 08.00-18.00 virka daga. Lokað milli 12.00-13.00. Komi bátar utan opnunartíma greiðist að lágmarki tveggja tíma gjald vegna yfirv binnu. Vegna útkalls utan opnunartíma og um helgar eru greiddir að lágmarki fjórir tímar.
 
Gámaleiga
18 .gr
 
Rafmagnssala.
19.gr.
Gámar kr. 19,6 kwst.
Til skipa kr. 19,6 kwst.
Mælaleiga, ársgjald kr. 5.357 kr
 
Hafnarstjóri hefur heimild til að krefjast tryggingar v/mælaleigu, allt að kr. 63.000 sem er innheimtanlegt ef mælir skemmist sannanlega hjá leigutaka.
Tengigjald: Fari tenging fram utan dagvinnutíma greiðist tengigjald kr. 7.331.
 
Móttaka skipa sem falla undir ISPS-kóða.
20.gr.
Öryggisgjaldfyrir hverja skipakomu kr. 40.530.
Öryggisgæsla pr. Öryggisvörð í dagvinnu kr. 4.310.
Öryggisgjald pr. öryggisvörð í yfirvinnu kr. 7.150.
 
Um innheimtu og greiðslu gjalda.
21.gr.
Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er áskilið að reikna dráttarvexti af gjaldfallinni fjárhæð skv. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.
 
22.gr.
Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra, sem greiða ber til Hafna Múlaþings vegna skipsins. Er skipstjóra skylt við komu til hafnar að gefa hafnarstjóra upplýsingar um skipið í samræmi við ákvæði 5. mgr. 33. gr. reglugerðar nr. 326/2004 um hafnamál og afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og skrásetningarskírteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess vegna ófullnægjandi upplýsinga frá skipstjóra og hefur hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinum uns gjöld eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda áfallinna gjalda. Áfallin gjöld skal greiða áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra, nema að hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín til hafnarinnar.
 
23.gr.
Vörugjald greiðist af öllum vörum sem eru affermdar, afhentar eða fluttar, eða koma á annan hátt sjóleiðis eða landleiðina, inn fyrir mörk hafnarinnar. Vörugjaldið reiknast skipi til skuldar áður en skip hefur siglingu, nema um annað sé sérstaklega samið. Vörugjald er á ábyrgð farmflytjanda og er
afhending vöru án greiðslu vörugjalds á hans ábyrgð. Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir. Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið, sem vörurnar flytur, er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar í skip. Skipstjóra og afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt.
 
24. gr.
Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má ávallt tryggja með aðför að undangengnum dómi. Skipagjöld eru tryggð með lögveði í viðkomandi skipi eða vátryggingarfé. Gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðkröfum sbr. ákvæði 2. mgr. 21. gr. hafnalaga nr. 61/2003. Djúpavogshöfn er heimilt að krefjast frekari trygginga fyrir greiðslu áfallinna gjalda ef ástæða þykir til.
 
25. gr.
Öll gjöld í gjaldskrá þessari eru án virðisaukaskatts. Höfnum Múlaþings er skylt að innheimta virðisaukaskatt af öllum gjöldum í gjaldskrá þessari, sbr. 3. tl. 3. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.
 
Gildistaka. 
25. gr.
Gjaldskrá þessi fyrir Djúpavogshöfn er samþykkt af umhverfis- og framkvæmdaráði þann 16. desember 2020, skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004. Gjaldskráin öðlast gildi við birtingu og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
 
Jafnframt fellur út gildi gjaldskrá fyrir hafnarsjóð Djúpavogshrepps er samþykkt var þann 11. desember 2019.

Félagsleg heimaþjónusta

Gjaldskrá heimaþjónustu
Félagsþjónusta Múlaþings
Gildir frá 1. janúar 2021
 

Útreikningar á gjaldtöku fyrir heimaþjónustu miðast við tekjur heimilisins. Viðmiðunarupphæðir í gjaldskrá eru fengnar með því að miða við lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun. Þegar um sambýlisfólk er að ræða þá er upphæð margfölduð með 1,6.

Ef lausafjáreignir allra sem búa á viðkomandi heimili fara yfir 2.803.087 kr. skal 75% umframeigna lausafjár leggjast ofan á árstekjur. Viðmiðunarupphæð lausafjáreigna skal taka mið af breytingum vísitölu neysluverðs sem reiknast frá 1. nóvember ár hvert og uppreiknast um áramót. Upphæð greiðslna er hlutfall af tímakaupi starfsmanna í félagslegri heimaþjónustu og miðast við launaflokk 126, 3. þrep að viðbættu orlofi og launatengdum gjöldum samkvæmt launatöflu AFL - Starfsgreinafélags, samtals 3.535 kr. Sveitarfélagið niðurgreiðir félagslega heimaþjónustu um 40% fyrir alla notendur.

Hægt er að sækja skriflega um lækkun gjalds og skal það metið sérstaklega og afgreitt af fjölskylduráði.

Kostnaður sem hver einstaklingur greiðir á klst., miðað við tekjur. Mismunur er x 1,6 hjá hjónum.

 • Aldrei er innheimt fyrir meira en tíu tíma aðstoð á mánuði.
 • Félagsleg heimaþjónusta vegna fatlaðra barna er gjaldfrí.
 • Heimsendir matarbakkar kosta 1.128 kr. eftir að sveitarfélagið hefur niðurgreitt hvern bakka um 512 kr.
 • Dagvistargjald 967 kr. á dag.

Einstaklingar

Hlutfall greiðslu
Tekjur frá
Tekjur til
Greiðsla hver klst.
0%
0 kr.
332.258 kr.
0 kr.
50%
332.258 kr.
498.387 kr.
1.061 kr.
100%
498.387 kr.
og hærra
2.121 kr.

Hjón

Hlutfall greiðslu
Tekjur frá
Tekjur til
Greiðsla hver klst.
0%
0 kr.
553.171 kr.
0 kr.
50%
553.171 kr.
799.820 kr.
1.061 kr.
100% niðurgreitt
799.820 kr.
og hærra
2.121 kr.

Samþykkt á fundi fjölskylduráðs 2. desember 2020 og í sveitarstjórn 9. desember 2020

Handsömun og varsla búfjár

1. gr.
Í þeim tilvikum sem Múlaþing vinnur að handsömun búfjár og/eða við að koma því í örugga vörslu, sem umráðamaður lands, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013, er kostnaður innheimtur hjá eiganda búfjárins á eftirfarandi hátt. Kostnaður vegna handsömunar og vörslu, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanns, aksturs- og flutningskostnaður:
Kr. 8.200,- á hvern stórgrip.
Kr. 4.100,- á hverja kind.
Ef kostnaður er verulega meiri en nemur ofangreindum fjárhæðum, s.s. vegna mikillar vinnu starfsmanns, er heimilt að innheimta tímagjald á hvern starfsmann sveitarfélagsins, kr. 3.000 á klst. sem skiptist hlutfallslega niður á hvern grip sem vinna beinist að.
 
2. gr.
Í þeim tilvikum sem Múlaþing hefur búfé í vörslu, fram yfir 6 klst, sem umráðamaður lands, eða ef sveitarfélaginu er afhent búfé til vörslu af umráðamanni lands, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013, er kostnaður innheimtur hjá eiganda búfjárins á eftirfarandi hátt. Kostnaður vegna vörslu, fóðrunar, brynningar og eftir atvikum hýsingar, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanns, aksturs- og flutningskostnaður:
Kr. 17.500,- á hvern byrjaðan sólarhring vegna hvers stórgrips.
Kr. 5.900,- á hvern byrjaðan sólarhring vegna hverrar kindar.
 
3. gr.
Gjöldum skv. gjaldskrá þessari fylgir lögveð í búfénu, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013. Lögveðið nær einnig til vaxta og innheimtukostnaðar af kröfunni ef því er að skipta.
 
4. gr.
Ofangreind gjaldskrá var samþykkt af sveitarstjórn Múlaþings þann 9. desember 2020, á grundvelli laga um velferð dýra nr. 55/2013 og á grundvelli samþykktar um bann við lausagöngu stórgripa á Fljótsdalshéraði nr. 1113/2005 og öðlast þegar gildi. Við staðfestingu gjaldskrár þessarar fellur úr gildi gjaldskrá vegna handsömunar og vörslu búfjár á Fljótsdalshéraði nr. 1081/2014.
 
Múlaþingi 11. desember 2020.

Hlymsdalir

Meginhlutverk:

Meginhlutverk Hlymsdala er að bjóða upp á aðstöðu til að auka og viðhalda virkni og fyrirbyggja og rjúfa félagslega einangrun. Hlymsdalir þjóna öllum íbúum sveitarfélagsins og er meginúrræði félagsþjónustunnar til að uppfylla ofangreint markmið (sem snertir alla þá sem ekki eru á vinnumarkaðinum, t.d. öryrkja, atvinnuleitendur, eldri borgara og heimavinnandi). Í Hlymsdölum er einnig starfrækt félagsstarf fyrir eldri borgara skv. lögum um málefni aldraðra auk þess að félag eldri borgara hefur afnot af aðstöðunni fyrir ákveðna þætti í sinni starfsemi.
 
Annað:
Húsnæðið er rekið af félagsþjónustu Múlaþings og getur nýst undir hvers kyns félagsstarf eldri borgara, þ.á m. viðburði tengdum félagsmönnum í Félagi
eldri borgara. Einnig getur húsnæðið nýst til ýmis konar fræðslu-, menningar- og samfélagslegra viðburða á vegum sveitarfélagsins. Ef viðburðir eru haldnir í
hagnaðarskyni eða án tengsla við félagsstarf og samfélagsleg málefni, skulu afnot af húsinu einungis veitt gegn gjaldtöku.
 
Fjölskylduráð setur Hlymsdölum gjaldskrá sem staðfest skal af sveitarstjórn.

Gjaldskrá fyrir Hlymsdali

Lýsing
Gjöld
6 klst. leiga
25.000 kr.
12 klst. leiga
35.000 kr.
Sólarhringsleiga
55.000 kr.
Samþykkt á fundi fjölskylduráðs Múlaþings þann 2. desember 2020 og í sveitarstjórn þann 9. desember 2020.

Hunda- og kattahald

Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Múlaþingi.
 
1. gr.
Hunda- og kattaeigendur sem búsettir eru í Múlaþingi, skulu greiða leyfisgjöld sbr. 11. gr. í samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis nr. 912/2015 og 12. gr. í samþykkt um hundahald í sex sveitarfélögum á starfssvæði
heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis nr. 933/2015.
 
2. gr.
Af hundum skal innheimta leyfisgjald sbr. 12. gr. samþykktar nr. 933/2015, að upphæð kr. 14.000 á hvern hund. Gjald greiðist á gjalddaga 1. febrúar en eindagi er 28. febrúar ár hvert. Innifalið í leyfisgjaldi er ormahreinsun og trygging auk umsýslugjalda sveitafélagsins. Af köttum skal innheimta leyfisgjald sbr. 11. gr. samþykktar nr. 912/2015 að upphæð kr. 9.500 á hvern kött. Gjald greiðist á gjalddaga 1. febrúar en eindagi er 28. febrúar ár hvert. Innifalið í leyfisgjaldi er ormahreinsun og trygging auk umsýslugjalda sveitafélagsins. Um vexti af vangreiddum gjöldum samkvæmt gjaldskrá þessari gilda almennar reglur. Um innheimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 með síðari breytingum. Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.
 
3. gr.
Eigendur hunda og katta eru ábyrgir fyrir öllum kostnaði sem hlýst af brotum gegn samþykkt nr. 933/2015 og samþykkt nr. 912/2015. Við afskráningu hunds eða kattar ber að endurgreiða árlegt leyfisgjald í réttu hlutfalli við þá mánuði sem eftir eru af árinu.
 
4. gr.
Handsömunargjald skv. 12. gr. samþykktar nr. 933/2015 er sem hér segir:
A) Grunngjald, sem greiðist við hverja föngun er kr. 15.000,-
B) Gistigjald, sem greitt er fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem hundur er í vörslu er kr. 6.000,-
C) Álag sem bætist ofan á grunngjald og gistigjald, ef hundur er fangaður utan dagvinnutíma, er kr. 15.000,-
D) Stórhátíðaálag sem bætist ofan á grunngjald, gistigjald og álag skv. C), ef hundur er fangaður á stórhátíðardögum, er kr. 15.000,-
 
Ef til aflífunar hunds kemur, skal eigandi dýrs að auki greiða útlagðan aflífunarkostnað. Ef hundur var ekki ormahreinsaður í síðustu skipulögðu ormahreinsun fyrir handsömun, eða síðar af dýralækni, skal láta ormahreinsa hundinn áður en hann er afhentur eiganda og skal eigandi greiða útlagðan kostnað vegna hreinsunarinnar.
 
5. gr.
Handsömunargjald, skv. 11. gr. samþykktar nr. 912/2015 er sem hér segir:
A) Grunngjald, sem greiðist við hverja föngun er kr. 15.000,-
B) Gistigjald, sem greitt er fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem köttur er í vörslu er kr. 6.000,-
C) Álag sem bætist ofan á grunngjald og gistigjald, ef köttur er fangaður utan dagvinnutíma, er kr. 15.000,-
D) Stórhátíðaálag sem bætist ofan á grunngjald, gistigjald og álag skv. C) ef köttur er fangaður á stórhátíðardögum, er kr. 15.000,-
Ef til aflífunar kattar kemur, skal eigandi dýrs að auki greiða útlagðan aflífunarkostnað. Ef köttur var ekki ormahreinsaður í síðustu skipulögðu ormahreinsun fyrir handsömun, eða síðar af dýralækni, skal láta ormahreinsa köttinn áður en hann er afhentur eiganda og skal eigandi greiða útlagðan kostnað vegna
hreinsunarinnar.
 
6. gr.
Ofangreind gjaldskrá er sett með vísun til heimilda í; samþykkt um hundahald í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis nr. 933/2015, samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis nr. 912/2015 og 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br.
 
Gjaldskráin öðlast þegar gildi.
 
Við staðfestingu gjaldskrár þessarar falla úr gildi; gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds í Borgarfjarðarhreppi nr. 252/2013, gjaldskrá fyrir leyfisgjaldi vegna hunda- og kattahalds, ásamt gjaldi vegna föngunar og vörslu óskilahunda og óskilakatta í Djúpavogshreppi nr. 1145/2008, gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald á Fljótsdalshéraði nr. 330/2016 og gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Seyðisfjarðarkaupstað nr. 417/2020.
 
Gjaldskráin var samþykkt af sveitarstjórn Múlaþings þann 9. desember 2020.

Íþróttahús Fellabæ

Íþróttahúsið í Fellabæ

Lýsing
Gjöld
1 klukkustund
2.700 kr.
Sólarhringsleiga til funda og/eða veisluhalda
80.000 kr.
Þorrablót
67.000 kr

Íþróttamiðstöð Djúpavogi

Sund

Lýsing
Börn
Fullorðnir
Stakt gjald
300 kr.
1.050 kr.
10 miða kort
1.550 kr.
6.300 kr.
30 miða kort
12.600 kr.
Árskort
16.700 kr.
36.800 kr.
 • Frítt í þrek og sund fyrir eldri borgara og öryrkja með lögheimili á Múlaþingi.
 • Frítt í sund fyrir börn búsett í Múlaþingi upp að 18 ára aldri.
Leiga á búnaði
 • Handklæði 520 kr.
 • Sundföt 520 kr.

Líkamsrækt*

Lýsing
Gjald
Stakt gjald
1.050 kr.
10 miða kort
5.250 kr.
30 miða kort
13.100 kr.
1 mánuður
8.400 kr.
3 mánuðir
15.800 kr.

*Aðgangur að íþróttasal fylgir með öllum kortum í líkamsrækt. 

Líkamsrækt, sund og salur

Lýsing
Gjald
30 miða kort
15.800 kr.
Árskort
47.300 kr.

Ljósabekkur og sauna

Lýsing
Gjald
Stakur tími í ljós
1.050 kr.
10 miða kort
7.350 kr.
10 miða mánaðarkort
6.300 kr.
Stakur tími í sauna
1.050 kr.

Salarleiga

Lýsing
Gjald
1 klukkustund
5.250 kr.
1 klukkustund pr.pers.
1.050 kr

Samþykkt í sveitarstjórn Múlaþings 9. desember 2020

Íþróttamiðstöð Egilsstöðum

Sund

Lýsing
Börn
Fullorðnir
Stakt gjald
300 kr.
1.000 kr.
10 miða kort
1.750 kr.
6.650 kr.
1 mánuður
2.000 kr.
6.150 kr.
3 mánuðir
5.300 kr.
14.300 kr.
6 mánuðir
10.050 kr.
26.250 kr.
9 mánuðir
14.300 kr.
34.650 kr.
Árskort
16.700 kr.
38.800 kr.
 • Frítt í líkamsrækt og sund fyrir eldri borgara og öryrkja með lögheimili á Fljótsdalshéraði.
 • Frítt í sund fyrir börn búsett á Fljótsdalshéraði upp að 18 ára aldri.
Leiga á búnaði
 • Handklæði 600 kr.
 • Sundföt 600 kr.

Héraðsþrek/líkamsrækt*

Lýsing
Gjald
Stakt gjald
1.350 kr.
10 miða kort
11.900 kr.
1 mánuður
12.100 kr.
3 mánuðir
26.900 kr.
6 mánuðir
43.200 kr.
9 mánuðir
58.000 kr.
Árkort
67.000 kr.

*Aðgangur að sundlaug fylgir með öllum kortum í Héraðsþrek/líkamsrækt.

Samþykkt í sveitarstjórn Múlaþings 9. desember 2020

Íþróttamiðstöð og sundhöll Seyðisfirði

Sundhöll Seyðisfjarðar

Lýsing
Börn
Fullorðnir
Stakt gjald
320 kr.
1.000 kr.
10 miða kort
2.500 kr.
5.050 kr.
30 miða kort
5.700 kr.
11.400 kr.
Árskort *
27.300 kr.
*Aðgangur að heitum potti og gufu í Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar fylgir árskorti.
 
 • Frítt í þrek og sund fyrir eldri borgara og öryrkja með lögheimili á Múlaþingi.
 • Frítt í sund fyrir börn búsett í Múlaþingi upp að 18 ára aldri.
Leiga á búnaði
 • Handklæði 550 kr.
 • Sundfatnaður 550 kr.

Líkamsrækt

Lýsing
Gjöld
Stakt gjald
1.150 kr.
10 miða kort
10.050 kr.
1 mánuður
11.800 kr.
3 mánuðir
27.650 kr.
6 mánuðir
39.500 kr.
Árskort *
51.400 kr.
Árskort hjóna
90.550 kr.
*Aðgangur að Sundhöll fylgir með öllum árskortum í líkamsrækt.

Íþróttasalur

Tímalengd
1/3
2/3
Heill salur
1 klukkustund
2.900 kr.
6.450 kr.
9.300 kr.
Badmintonvöllur 1 klst.
2.250 kr.

Pottur og sauna

Lýsing
Gjöld
Handklæði*
550 kr.
Stakt skipti í pott og sauna
1000 kr.
*Leiga á búnaði - handklæði 550 kr.

Ljósabekkur

Lýsing
Gjöld
Stakt tími í ljós
1.550 kr.
10 miða kort
9.100 kr.

Samþykkt í sveitarstjórn Múlaþings 9. desember 2020

Leikskóli í Brúarási

Almennt tímagjald fyrir fyrstu 8 tímana er 3.461 kr. á mánuði og 2.297 kr. á mánuði fyrir einstæða foreldra. Tímagjald umfram 8 stundir er 10.232 kr. á mánuði og 6.824 kr. fyrir einstæða foreldra.
 
Systkinafsláttur er 40% fyrir annað barn og frítt er fyrir þriðja barn. Systkinaafsláttur er einnig veittur ef annað barn er hjá dagforeldri.
 
Ekki er veittur afsláttur af fæði.

Leikskólar í Múlaþingi

Gjaldskrá leikskóla Múlaþings

Gildir ekki fyrir leikskóladeildir í Brúarási og á Borgarfirði

 

Tímagjald fyrir fyrstu 8 tímana er 3.968 kr. á mánuði og 2.643 kr. á mánuði fyrir einstæða foreldra.

Tímagjald umfram 8 stundir er 10.232 kr. á mánuði og 6.824 kr. fyrir einstæða foreldra.

 

Systkinafsláttur er 40% fyrir annað barn og frítt er fyrir þriðja barn. Systkinaafsláttur er einnig veittur ef annað barn er hjá dagforeldri.

Afsláttur er af tímagjaldi fyrir leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla 400 kr. fyrir árið 2021. Vegna sérstakra aðstæðna á Seyðisfirði taka hækkanir á gjaldskrám ekki gildi fyrr en frá og með 1. febrúar.

Gjaldskráin er birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Gildir frá 1. janúar 2021.

Skólamáltíðir Tjarnarskógi og Hádegishöfða

Lýsing
Gjöld
Morgunverður
1.103 kr.
Ávaxtagjald
993 kr.
Hádegisverður
4.593 kr.
Nónhressing
2.092 kr.

Skólamáltíðir leikskóladeildar Seyðifjarðarskóla

Lýsing
Gjöld
Morgunhressing með ávöxtum
2.553 kr.
Ávaxtahressing
859 kr.
Síðdegishressing
2.616 kr.
Hádegismatur
5.876 kr.

Skólamáltíðir Bjarkatúns

Lýsing
Gjöld
Hádegismatur
5.795 kr.
Hressing
3.068 kr.
Gjald fyrir aukahressingu
244 kr.
Gjald fyrir aukafæði
437 kr.
Ekki er veittur afsláttur af fæði.

Meðhöndlun og förgun sorps/úrgangs í Múlaþingi


1. gr.
Árlegt þjónustugjald vegna meðhöndlunar og förgunar úrgangs í Múlaþingi, til að standa undir kostnaði, er sem hér segir:

A. Á hverja íbúð í þéttbýli og á lögbýli, eða íbúðarhús utan þéttbýlis greiðist þjónustugjald:

Söfnunargjald  kr. 21.965,-
Förgunargjald  kr. 9.409,-
Samtals:  kr. 31.374,-


Íbúar sem ekki njóta þjónustu eins og kveðið er á um í B. lið fá 25% afslátt.
Íbúar sem ekki hafa tunnur eins og kveðið er á um í B. lið fá afhenta eina rúllu af ruslapokum.

B.    Rúmmál íláta og tíðni losunar frá íbúðarhúsnæði:

Þéttbýli:

Brún tunna 120l - Hálfsmánaðarlega á sumrin en annars mánaðarlega
Grá tunna 240l - Mánaðarlega
Græn tunna 240l - Mánaðarlega

Dreifbýli:

Jarðgerðartunna Ekki losuð
Grá tunna 240l Mánaðarlega
Grænt kar 660l Á tveggja mánaða fresti
Sjá nánar á sorphirðudagatölum.

C.     Á hvert frístundahús (sumarbústaðir o.þ.h.) og trillu, greiðist þjónustugjald 30% af fullu gjaldi (kr. 31.374,-) enda geti notendur þeirra losað sig við úrgang á gámasvæðum á vegum sveitarfélagsins eða í reglubundna söfn¬unarferð sorpbíls á vegum sveitarfélagsins, þar sem aðstæður leyfa og þá samkvæmt sérstöku sam¬komu¬lagi. Íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu, sem greiða fullt þjónustugjald af íbúðarhúsnæði sem þeir búa í, greiða hvorki söfnunar- né förg¬un¬ar¬gjald af frístundahúsum sínum eða trillum sem þeir nýta sjálfir.

D.     Á hvert frístundahús (sumarbústaðir o.þ.h.) sem nýtur fullrar þjónustu frá fyrstu skipulögðu losun eftir 1. maí til síðustu skipulögðu losunar fyrir 30. september greiðist þjónustugjald sem nemur 50% af fullu gjaldi.

Ábending: Fyrir frístundahús í eigu aðila sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu greiðist þjónustu¬gjald ef frístundahúsin eru leigð út til þriðja aðila, t.d. ferðamanna.

E.    Auk gámasvæða á Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði verður gámasvæði opið við sumarbústaðahverfi með yfir 20 bústöðum yfir mesta ferðamannatímann skv. 6. gr. reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs.

F.    Óski greiðendur eftir fleiri ílátum skal greiða fyrir:

Grá tunna 240l  kr. 11.200,- á ári
Græn tunna 240l  kr. 2.000,- á ári
Brún tunna 120l  kr. 2.000,- á ári


2. gr.

Gjald fyrir meðhöndlun og urðun úrgangs samkvæmt 1. gr. skal innheimta með fasteignagjöldum.

3. gr.
Gjald fyrir úrgang sem komið er með á urðunarstað:
Óflokkað kr./kg án vsk. kr./kg með vsk.

Grófur óflokkaður úrgangur 29,84 37,00
Úrgangur sem þarf að flokka og vinna sérstaklega fyrir förgun og aðra meðhöndlun. Sem dæmi: teppi, dýnur, kaðlar, húsgögn, jarðvegur.

Blandaður úrgangur 25,81 32,00
Að mestu úrgangur sem fer ekki í skilgreindan endurvinnsluferil og þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar fyrir förgun.

Flokkað
Kjöt og sláturúrgangur 21,77 27,00

4.gr.
Gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar á Egilsstöðum:

Meðhöndlun  kr./klst. án vsk.  kr./klst. með vsk. 
Tímavinna við flokkun og frágang  5.403,-  6.700,-
Vigtunargjald  1.855,-  2.300,-

 

Óflokkað kr./klst. án vsk. kr./klst. með vsk.

Grófur óflokkaður úrgangur

Úrgangur sem þarf að flokka og vinna sérstaklega
fyrir förgun og aðra meðhöndlun. Sem dæmi: teppi,
dýnur, kaðlar, húsgögn, jarðvegur.

51,61 64,00

Blandaður úrgangur

Að mestu úrgangur sem fer ekki í skilgreindan
endurvinnsluferil og þarfnast ekki sérstakrar
meðhöndlunar fyrir förgun.

46,77 58,00

 

Flokkað  kr./kg án vsk. kr./kg með vsk. 
Seyra/úrgangur úr fituskiljum  8,87  11,00

Endurvinnanlegt timbur
Hreint, ekki litað eða fúavarið

16,94 21,00
Óendurvinnanlegt timbur 
Litað, plasthúðað, spónaplötur o.þ.h
46,77  58,00
Lífrænn úrgangur til jarðgerðar 
Tekið er við lífrænum úrgangi á söfnunarstöð á
þriðjudögum
25,81  32,00
Kjöt og sláturúrgangur 25,81 32,00
Heimilistæki o.fl. 0 0
Bylgjupappi, dagblöð, tímarit, skrifstofupappír
og annar pappír ótækur til endurvinnslu
46,77 58,00
     
Plast til endurvinnslu 0 0
Bylgjupappi sem er tækur til endurvinnslu 0 0
Dagblöð, tímarit, skrifstofupappír
og annar pappír tækur til endurvinnslu 
0 0
Garðaúrgangur án aðskotahluta 0 0
Gjaldskrá vegna spilliefna og spilliefnamengaðs úrgangs o.þ.h. sem úrvinnslugjald er ekki lagt á:    
Olíuúrgangur s.s. ódælanlegur úrgangur og 
olíumengaður jarðvegur, tvistur o.fl.
20,97 26,00
Ýmis spilliefni, s.s. málning, lyf, sprautunálar,  
flugeldar, úðabrúsar.
89,52 111,00
Umbúðir spilliefnamerktar eða –mengaðar >100 l  7.419,- kr./stk.  9.200,- kr./stk. 
Umbúðir spilliefnamerktar eða –mengaðar <100 l 1.935,- kr./stk.  2.400,- kr./stk.

 

5. gr.
Gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðva á Djúpavogi og Seyðisfirði:
Móttökugjöld fyrir einstaka farma:

0,00 – 0,25m3 1.740 kr.
0,25 – 0,5m3 3.480 kr.
0,50 – 0,75m3 5.220 kr.
0,75 – 1,00m3 6.960 kr.

Tekið er á móti úrgangi sem úrvinnslugjald er lagt á, án endurgjalds.


6. gr.
Íbúar í Múlaþingi fá afhent klippikort sem gerir þeim mögulegt að afhenda allt að 4m3 (á móttökustöðvum á Djúpavogi og Seyðisfirði) eða 640 kg. (á móttökustöð á Egilsstöðum) af úrgangi á ári.
Ef íbúar fullnýta kortið er hægt að kaupa nýtt kort á bæjarskrifstofum Múlaþings og kosta þau 25.000 kr.

7. gr.
Starfsmaður söfnunarstöðvar ákveður, að fenginni lýsingu úrgangshafa, í hvaða flokk úrgangur fellur skv. gjaldskránni.
Flutningsaðilar á úrgangi á móttökustað ábyrgjast greiðslu gjalda skv. gjaldskrá eða geri grein fyrir með óyggjandi hætti, almennt eða í einstöku tilfelli, hver sé ábyrgur úrgangshafi hvers farms.

8. gr.
Sveitarstjórn Múlaþings er heimilt að gera sérstaka samninga um móttöku úrgangs og aðra þjónustuþætti, þegar um er að ræða afmarkaðri eða víðtækari þjónustu en gjaldskrá tekur til.

9. gr.
Verði vanskil á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er hægt að innheimta gjöld með fjár¬námi hjá úrgangshafa án undangengins dóms, sbr. lokamálslið 4. mgr. 23. gr. laga um með¬höndlun úrgangs nr. 55/2003 m.s.br., sbr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1989. Gjöld eru tryggð með lögveðs¬rétti í viðkomandi fasteign í tvö ár eftir gjalddaga, sbr. loka mgr. 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br.

10. gr.
Gjaldskrá þessi, er samin og samþykkt af umhverfis- og framkvæmdaráði og staðfest af sveitarstjórn Múlaþings þann 9. desember 2020, með stoð í samþykkt um sorphirðu í Borgarfjarðarhreppi nr. 245/2000, samþykkt um sorphirðu í Djúpavogshreppi nr. 469/1999, 9. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði, nr. 122/2017 og 12. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Seyðisfjarðarkaupstað, nr. 661/2016, sbr. 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, og 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003.

Gjaldskrá þessi tekur gildi við birtingu. Jafnframt falla úr gildi gjaldskrá fyrir sorphirðu í Borgarfjarðarhreppi nr. 209/2006, gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Djúpavogshreppi, nr. 133/2019, gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði, nr. 1288/2019 og gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Seyðisfjarðarkaupstað. nr. 414/2020.

Egilsstöðum, 11. desember 2020.

Reiðhöll Iðavöllum

Verðskrá notkunar reiðhallarinnar á Iðavöllum 2019

Seld eru árskort, sem gilda út árið 2019 og einnig stakir tímar.

Allar skráningar á notkun reiðhallarinnar fara fram hjá Melli í síma 895-8713 eða í tölvupósti fidrildi@web.de og sér hún um eftirlit og innheimtu fyrir reiðhöllina.

 

Félagar í Freyfaxa:

Árskort fyrir einstaklinga: 15.000 kr.

Árskort fyrir fjölskyldu: 25.000 kr.

Stakt skipti: 2.500 kr. (ekki tímabundið)

Börn undir 12 ára: frítt

Árskort fyrir börn 12 ára til og með 17 ára: 5.000 kr.

 

Einstaklingar utan Freyfaxa:

Árskort fyrir einstaklingar: 25.000 kr.

Stakt skipti: 3.500 kr. (ekki tímabundið)

 

Sérleiga á reiðhöll t.d. fyrir námskeið:

Heill dagur (fyrir og eftir hádegi): 15.000 kr.

Hálfur dagur (fyrir eða eftir hádegi): 10.000 kr.

 

Athugið: Hægt er að skipti höllinni í tvennt, til að hafa vinnufrið og möguleiki á kennslu o.s.fr.v.

 

Samþykkt í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs 6. mars 2019

Tjaldsvæði á Seyðisfirði

 

Fullorðnir pr. nótt  1.650 kr.
Elli- og örorkulífeyrisþegar pr. nótt 950 kr.

 

14 ára og yngri eru gjaldfrjálsir

Gistináttaskattur á hverja gistieiningu 300 krónur bætist við.

 

Önnur þjónusta:

Sturta 2 mínútur  100 kr.
Þvottavél pr. skipti  720 kr.
Þurrkari pr. skipti  720 kr.
Rafmagn pr. sólarhring  770 kr.
Aðgangur að eldhúsi fyrir aðra en gesti tjaldsvæðisins  1.080 kr.

 

Samþykkt í bæjarstjórn Seyðisfjarðar 11. desember 2019.

Tryggvabúð

Lýsing
Gjöld
Húsaleiga:
1 sólarhringur
30.750 kr.
½ sólarhringur
18.450 kr.
1 klukkustund
2562 kr.
Þjónusta:
1 dagur – skráðir notendur
1.025 kr.
Stök máltíð
1.230 kr.
Morgunkaffi
666 kr.
Síðdegiskaffi
512 kr.

Þjónusta stuðningsfjölskyldna

Gjaldskrá Félagsþjónustu Múlaþings vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna
 
Múlaþing greiðir stuðningsfjölskyldu þóknun fyrir hvern sólarhring sem barn dvelur hjá fjölskyldunni. Fjárhæð greiðslna á sólarhring miðast við meðlagsgreiðslur hjá Tryggingarstofnun ríkisins á hverjum tíma.
 
Fyrir einn sólarhring er greitt hálft einfalt meðlag, fyrir helgardvöl (2 sólarhringa) miðast greiðslur við einfalt meðlag. Upphæðir taka breytingum samhliða breytingum hjá Tryggingarstofnun, upplýsingar á vefsíðu, www.tr.is.
 
Gjöld fyrir tímavinnu skv. 4. mgr. 2. gr. reglna um stuðningsfjölskyldur miðast við upphæð einfalds meðlags eins og það er á hverjum tíma, deilt á 48 klst. Greiðslur til stuðningsfjölskyldna eru skattskyldar verktakagreiðslur en draga má frá kostnað samkvæmt reglum Ríkisskattstjóra.
 
Breytingar taka gildi 1. janúar 2021.

Þjónustumiðstöðvar Múlaþings

Samþykkt um gjöld þjónustumiðstöðva í Múlaþingi.

1. gr.

 

Tímagjöld fyrir útselda vinnu starfsmanna þjónustumiðstöðva og tækja Múlaþings

Einingarverð án vsk

Verð pr. klst

Útseld vinna

5.000kr.

Traktor

8.000kr.

Veghefill

16.000kr.

Lyftari

6.000kr.

Liðléttingur

6.000kr.

Traktorsgrafa

8.000kr.

Beltavagn

4.000kr.

Sláttutraktor

4.000kr.

 

2. gr.

Efnisnám í landi Múlaþings

Gjald fyrir efnisnám úr óunni grús í landi Múlaþings er 183 kr/m3

 

3. gr.

Fjárhæðir taka breytingum 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarvísitölu grunnur 2010, 149,5 stig í janúar 2021).

 

Samþykkt í sveitastjórn Múlaþings 13. maí 2021

Var efnið á síðunni hjálplegt?