Fara í efni

Dýrahald

Í Múlaþingi er tiltekið dýrahald leyfilegt að uppfylltum skilyrðum sem kveðið er á um í viðkomandi samþykktum. Sækja þarf sérstaklega um leyfi til að halda dýr sem falla undir samþykktirnar.

Hundar og kettir eru skráningarskyldir frá 3 mánaða aldri, en auk þess þarf að skrá dýr innan mánaðar eftir að það kemur á nýtt heimili. Þá þarf að tilkynna afskráningu innan mánaðar ef hundur eða köttur skiptir um heimili eða deyr.

Fiðurfénaður er leyfisskyldur og því óheimilt að halda slíka fugla án leyfis. Þá þarf jafnframt að tilkynna afskráningu ef fuglahaldi er hætt.

Leyfisgjöld

Greitt er fyrir leyfi til hunda- og kattahalds samkvæmt gjaldskrá, en árlegt leyfisgjald er sent út í greiðsluseðli. Innifalið í leyfisgjaldinu er meðal annars:

  • ormahreinsun
  • trygging gagnvart þriðja aðila
  • hluti dýraeftirlitskostnaðar
  • hluti kostnaðar vegna ruslastampa
  • rekstur hundasvæða

Umsýsla vegna dýrahalds

  • Boðun um ormahreinsun er send út árlega, að hausti. Skylt að mæta með hunda - og ketti í hana.
  • Sveitarfélagið sér um handsömun hunda í lausagöngu og villikatta.
  • Athugasemdir vegna ónæðis, óþrifnaðar eða lausagöngu gælu- eða húsdýra innan girðinga þéttbýlis skal tilkynna til sveitarfélagsins. Ábendingar og kvartanir eru metnar í hverju tilfelli fyrir sig og er lögð áhersla á að bregðast við í samræmi við það.

Verkefnastjóri umhverfismála hefur umsjón með skráningu og umsýslu gæludýrahalds.

Ýmsar upplýsingar og eyðublöð

tengill á síðu Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald
tengill á síðu Samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi

tengill á síðu Umsókn um leyfi til hundahalds
tengill á síðu Umsókn um leyfi til kattahalds
tengill á síðu Umsókn um afslátt af hunda- og kattaleyfisgjöldum (í vinnslu)
tengill á síðu Uppsögn á leyfi til hunda- og kattahalds

tengill á síðu Umsókn um leyfi til að halda fiðurfénað (í vinnslu)
tengill á síðu Uppsögn a leyfi til að halda fiðurfénað (í vinnslu)

Síðast uppfært 24. janúar 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?