Fara í efni

Dýrahald

Í Múlaþingi er gæludýrahald leyfilegt að uppfylltum skilyrðum sem kveðið er á um í viðkomandi samþykktum. Sækja þarf sérstaklega um leyfi til að halda gæludýr sem falla undir samþykktirnar. Hundar og kettir eru skráningarskyldir frá 3 mánaða aldri, en auk þess þarf að skrá dýr innan mánaðar eftir að það kemur á nýtt heimili. Þá þarf að tilkynna afskráningu innan mánaðar ef hundur eða köttur skiptir um heimili eða deyr.

Leyfisgjöld

Greitt er fyrir leyfi til hunda- og kattahalds samkvæmt gjaldskrá, en árlegt leyfisgjald er sent út í greiðsluseðli. Innifalið í leyfisgjaldinu er meðal annars:

  • ormahreinsun
  • trygging gagnvart þriðja aðila

Umsýsla vegna dýrahalds

  • Boðun um ormahreinsun er send út árlega, að hausti. Skylt að mæta með dýrin í hana.
  • Sveitarfélagið sér um handsömun hunda í lausagöngu og villikatta.
  • Athugasemdir vegna ónæðis, óþrifnaðar eða lausagöngu gælu- eða húsdýra innan girðinga þéttbýlis skal tilkynna til sveitarfélagsins. Ábendingar og kvartanir eru metnar í hverju tilfelli fyrir sig og er lögð áhersla á að bregðast við í samræmi við það.

Verkefnastjóri umhverfismála hefur umsjón með skráningu og umsýslu gæludýrahalds.

Síðast uppfært 24. júlí 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?