Fara í efni

Reikningar

Múlaþing birtir reikninga á Mínum síðum Múlaþings (er óvirkt sem stendur reikningar sem sendir hafa verið frá nóvember byrjun 2025 sjást ekki, unnið er að lausn). Prófkúruhafar fyrirtækja hafa aðgang að sínum fyrirtækjum og geta veitt þeim umboð í gegnum island.is sjá nánar Umboð og aðgangsstýring á Ísland.is.

Viðskiptavinir geta óskað eftir því að fá reikninga senda rafrænt á XML formi í gegnum skeytamiðlara með því að senda beiðni á innheimtur@mulathing.is

Reikningar sem sendir eru á Múlaþing

Múlaþing óskar eftir að birgjar sendi reikninga með rafrænum hætti. Mælt er með að reikningar séu gefnir út í kerfi sendanda og sendir í gegnum skeytamiðlara.

Fyrir aðila sem senda fáa reikninga á ári getur sendanda sér að kostnaðarlausu sent reikninga í gegnum móttökuvef hjá InExchange sem er skeytamiðlari Múlaþings.

 Móttökuvefur reikninga

Fyrirspurnir um rafræna reikninga skal senda á bokhald@mulathing.is

Mikilvægt er að hafa reikninga rétta og með greinargóðum upplýsingum til að flýta fyrir samþykktarferli þeirra. Reikningar skulu vera stílaðir á rétta kennitölu, deildarnúmer/kostnaðarstaðar og nafn og kennitölu þess sem pantaði vöruna (þegar það á við).


Eftirtaldar kennitölur:

  • Múlaþing kt. 660220-1350
  • Hafnir Múlaþings kt. 560269-4049
  • Ársalir
  • Vísindagarður

Á reikningi skal vera:

  • Númer reiknings (í hlaupandi töluröð)
  • Nafn sendanda og kennitala auk virðisaukaskattsnúmers sendanda (ef við á)
  • Útgáfudagur reiknings, gjalddagi og/eða eindagi
  • Bankaupplýsingar eða greiðslurönd
  • Nafn eða kennitala þess sem pantar (ef uppgefið af kaupanda)
  • Deildarheiti eða -númer (ef uppgefið af kaupanda) - skráð í bókunarupplýsingar.
  • Lýsing á vöru og/eða þjónustu, magn, eining og einingarverð ásamt öðrum lögbundnum upplýsingum.
  • Aðrar viðeigandi upplýsingar eftir þörfum s.s. bílnúmer, símanúmer, verknúmer o.s.frv.
  • Viðbótarupplýsingar eins og tíma- og verkskýrslur skal senda sem viðhengi sem viðhengi á pdf formi með rafrænum reikningum eða sem hlekkur í reikningnum.

Leiðbeiningar, InExchange - Nýskráning

Nýjir notendur byrja á að stofna aðgang á Móttökuvef Múlaþings hjá InExchange, með því að velja Nýskráning.

Skrá netfang og nafn fyrirtækis eða einstaklings sem senda á reikninginn. Í innskráningarferlinu er sendur tövlupóstur með lykilorði sem notað er við innskráningu.

Eftir innskráningu opnast heimaskjárinn, í upphafi þarf að setja inn upplýsingar um notenda en það er gert í flipanum Minn aðgangur.

Upplýsingar skáðar á þessa síðu fara á reiknina sem sendir eru úr kerfinu, því er mikilvægt að fylla út eftirfarandi reiti sem eru merktir með rauðu á myndinni hér fyrir neðan. Breytingar eru gerðar með þvi að velja pennan niðri í hægra horninu undir hverjum lið.

Nú er kerfið tilbúið til að senda reikninga.

Leiðbeiningar, InExchange - innsending reikninga 

Á heimaskjá veljið Búa til reikning (gulur takki) og þá opnast þessi skjámynd. Fylla þarf út út upplýsingar um viðskiptamann, í fyrsta skipti sem skráð er á viðskiptamann þarf að vista hann lista yfir ykkar viðskiptamenn.

Nýskráning á viðskiptamanni, mikilvægt er að setja sendingarmáta sem eReikningur og velja rétta tengingu.

 

Eftir að reikningur hefur verið útfylltu er hægt að skoða hann með því að velja Forskoðun á reikning.

Til að senda reikning er farið í Halda áfram og svo Vinna reikninga. Ef engin villa er í reikningnum sem stoppar, sendist reikningurinn og sést nú undir Reikningar/Sendir reikningar.

 

Síðast uppfært 02. desember 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?