Fara í efni

Almannavarnir

Ríkislögreglustjóri annast starfsemi almannavarna í umboði dómsmálaráðherra. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra samhæfir almannavarnaáætlanir sveitarfélaga og stofnana og hefur eftirlit með endurskoðun og viðhaldi þeirra:

  • Verkefni ríkislögreglustjóra vegna almannavarna fela m.a. í sér víðtækt samstarf við stofnanir þjóðfélagsins varðandi neyðarskipulagið með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og vinna að gerð og endurskoðun viðbragðsáætlana.
  • Almannavarnir snúast um það skipulag og stjórnkerfi sem er virkjað á hættustundu.
  • Samkvæmt 1. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 er markmið þeirra að skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir eða takmarka, eftir því sem unnt er að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni eða umhverfi og eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum, veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns, sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið.

Löggjöfin kveður á um víðtækt samstarf við aðila sem hafa það sameiginlega markmið að tryggja öryggi almennings með öflun upplýsinga ásamt vöktun, greiningu og mati á hættu. Stjórn aðgerða á hverjum stað þegar almannavarnaástand ríkir er í höndum lögreglustjóra í viðkomandi lögregluumdæmi. Viðbragðsaðilar á hverjum stað eru jafnan fyrstir á vettvang við neyðarástand.

Heimasíða Almannavarna

Síðast uppfært 23. apríl 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?