Fara í efni

Daggæsluframlag

Daggæsluframlagi er ætlað að koma til móts við foreldra sem ekki hafa fengið dagvistun fyrir barn sitt mánuðinn eftir að barnið nær 1 árs aldri. Skilyrði fyrir veittu daggæsluframlagi eru m.a. að foreldrar og barn hafi lögheimili og aðsetur í Múlaþingi og að barnið eigi virka umsókn um leikskólapláss í Múlaþingi.

Hægt er að sækja um framlagið þar til barnið fær annað hvort leikskólapláss eða pláss hjá dagforeldri með starfsleyfi. Greitt er fyrir að hámarki fyrir 7 klukkutíma á dag og fyrir 11 mánuði á ári. Daggæsluframlagið fellur niður ef foreldri hafnar boði um leikskólapláss eða plássi hjá dagforeldri.

tengill á síðu Reglur Múlaþings um daggæsluframlag

tengill á síðu Reglur Múlaþings um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum

tengill á síðu Sótt er um daggæsluframlagið á Mínum síðum Múlaþings og þarf umsóknin að berast fyrir 20. dag hvers mánaðar.

Síðast uppfært 21. júlí 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?