Öldungaráð er fjölskylduráði og sveitarstjórn Múlaþings til ráðgjafar um málefni og hagsmuni þeirra íbúa sveitarfélagsins sem eru 67 ára og eldri. Öldungaráð starfar í umboði sveitarstjórnar Múlaþings, eftir því sem nánar segir í samþykkt þessari og með vísan til 38. gr. laga nr. 40/1991 og 8. gr. laga nr. 125/1999.
Öldungaráð skal hafa eftirtalin verkefni á starfssvæði sínu
- Að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu.
- Að gera tillögur til fjölskylduráðs og sveitarstjórnar um öldrunarþjónustu og stefnumörkun í málaflokknum.
- Leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem í boði eru.
- Að gæta hagsmuna íbúa 67 ára og eldri í sveitarfélaginu.
- Að vera til samráðs um þau mál sem nefndir og ráð sveitarfélagsins óska hverju sinni, ásamt því að taka til umfjöllunar að eigin frumkvæði þau mál sem ráðið telur mikilvæg og falla undir hlutverk og markmið ráðsins.
- Veita umsögn um framkvæmdaleyfi fyrir dagdvöl eða stofnun fyrir aldraða innan sveitarfélagsins.
Erindisbréf
Fundargerðir
Nafn |
Staða |
Netfang |
Öldungaráð - aðalmenn
|
Ásdís Benediktsdóttir (L)
|
Baldur Pálsson (L)
|
Guðný Lára Guðrúnardóttir (D)
|
Gyða Vigfúsdóttir
|
Jóhann Björn Sveinbjörnsson
|
Ragnhildur Rós Indriðadóttir
|
Þorvaldur P. Hjarðar (B)
|
Öldungaráð - varamenn
|
Eðvald Ragnarsson
|
Eyþór Elíasson
|
Guðlaug Ólafsdóttir (V)
|
Gunnhildur Helga Eldjárnsdóttir
|
Sigurður Gunnarsson (D)
|
Soffía Jónasdóttir
|
Unnar Elísson (B)
|