Fara í efni

Loftbrúin

Loftbrúin er hluti af stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar um að efla inn­an­lands­flug og byggja upp almenn­ings­sam­göngur um land allt. Verk­efnið hefur gjarnan verið nefnt skoska leiðin þar sem það á fyr­ir­mynd í kerfi sem Skotar hafa byggt upp í sam­starfi ríkis og flug­fé­laga.

Loftbrú veitir 40% afslátt af heildar­fargjaldi fyrir allar áætlunar­leiðir innan­lands til og frá höfuð­borgar­svæðinu. Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afsláttar­fargjald eða fullt far­gjald. Hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). Út árið 2020 gilda afsláttar­kjörin fyrir eina ferð til og frá Reykjavík.

Vega­gerðin fer með umsjón og fram­kvæmd verk­efn­is­ins í sam­vinnu við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið

Heimasíða Loftbrúar

Síðast uppfært 12. september 2020
Getum við bætt efni þessarar síðu?