Fara í efni

Ofanflóðavarnir fyrir Seyðisfjörð

Samkvæmt lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum frá maí 1997 með breytingu í lögum nr. 71/2000 frá maí 2000 ber Veðurstofu Íslands að gefa út viðvaranir um staðbundna snjóflóðahættu:

  • Skal þá rýma húsnæði á reitum, sem tilgreindir eru í viðvörun Veðurstofunnar, í samræmi við gildandi rýmingaráætlun.
  • Veðurstofan hefur, í samráði við heimamenn, unnið sérstaka uppdrætti af þéttbýlisstöðum landsins þar sem talin er snjóflóðahætta og sýna uppdrættirnir reitaskiptingu rýmingaráætlana viðkomandi staða. Greinargerðin sem hér fer á eftir lýsir reitaskiptingu Seyðisfjarðar og aðstæðum sem leitt geta til rýmingar á reitum sem þar hafa verið skilgreindir.
  • Fjöllunum fyrir ofan byggð á Seyðisfirði hefur verið skipt í fjögur snjósöfnunarsvæði og eru þau grundvöllur „lóðréttrar“ svæðaskiptingar bæjarins vegna rýmingar af völdum snjóflóðahættu. Mörk svæðanna eru valin þannig að snjósöfnunaraðstæður séu svipaðar í efri hluta hlíðarinnar á hverju svæði.

Rýmingaráætlun fyrir Seyðisfjörð | Seyðisfjörður | Veðurstofa Íslands (vedur.is)

Hættumat vegna ofanflóða - Seyðisfjörður

Endurskoðað hættumat fyrir svæðið frá Búðará að Skuldarlæk á Seyðisfirði - minnisblað

Síðast uppfært 23. apríl 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?