Fara í efni

Þjónustumiðstöðvar Múlaþings

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri ásamt starfsmönnum þjónustumiðstöðvar á hverjum stað, bera ábyrgð á þeirri þjónustu sem snýr að sveitarfélaginu vegna gatna og gangstíga.

Helstu verkefni þjónustumiðstöðva á þessu sviði eru:

  • Snjómokstur, hálkueyðing og hreinsun gatna, gangstétta og göngustíga.
  • Fyrirbyggjandi aðgerðir vegna kraps og vatnsaga.
  • Aðrar aðgerðir til að tryggja örugga umferð gangandi vegfarenda og ökumanna eins og unnt er.
  • Viðhald gatna, stíga og gangstétta.
  • Heflun og ofaníburður malargatna.
  • Viðhald og viðgerðir á bundnu slitlagi.
  • Viðgerðir og endurnýjun gangstétta og stíga.
  • Rekstur og viðhald umferðamerkinga, þar með talið yfirborðsmerkingar gatna, götumerkja og fleira.

Umhirða opinna svæða sveitarfélagsins er einnig í umsjá þjónustumiðstöðva og yfir sumartímann kemur starfsfólk vinnuskólans að því verkefni.

Garðyrkjustjóri Múlaþings hefur aðsetur í þjónustumiðstöð á Egilsstöðum. Hann hefur netfangið jon.arnarson@mulathing.is. Einnig er hægt að ná í hann í síma 854-2428.


Þjónustumiðstöð Djúpavogi

Víkurlandi 6
Sími: 4 708 744

Nökkvi: 864 4911
Gísli Hjörvar: 864 0644
Magnús: 864 0334
ahaldahus.djupivogur@mulathing.is


Þjónustumiðstöð Fljótsdalshéraði

Tjarnarási 9
GSM: 864 4979
ahaldahus.egilsstadir@mulathing.is


Þjónustumiðstöð Seyðisfirði

Ránargata 2
Sími : 4 702 350
ahaldahus.seydisfjordur@mulathing.is


Þjónustumiðstöð Borgarfjarðar eystri

Sími: 4 700 772
asgeir.b.arngrimsson@mulathing.is

Gjaldskrá þjónustumiðstöðva í Múlaþingi

pdf útgáfa af gjaldskránni

1. gr. Tímagjöld fyrir útselda vinnu starfsmanna þjónustumiðstöðva og tækja Múlaþings

Einingaverð

Verð pr. klst

Útseld vinna, dagvinna

6.750kr.

Útseld vinna, yfirvinna

10.300kr.

Bíll

5.200kr.

Traktor/Lyftari/Liðléttingur/Sláttutraktor

10.300kr.

Traktorsgrafa

11.000kr.

2. gr. Efnisnám í landi Múlaþings

Gjald fyrir efnisnám úr óunninni grús og klöpp í landi Múlaþings er 232 kr/m3.

3. gr. Leiguverð fyrir geymslusvæði

Geymsla á malarsvæði 220 kr. pr. m2 á mán.

Geymsla á malbikuðu svæði 349 kr. pr. m2 á mán.

Geymslugjald 20 feta gám 3.074 kr. fyrir hvern byrjaðan mánuð.

Geymslugjald 40 feta gám 6.148 kr. fyrir hvern byrjaðan mánuð.

4. gr. Vísitölubreyting

Endurreikna skal gjöldin í upphafi hvers almanaksárs, í samræmi við breytingu vísitölu neysluverðs, grunnur 1988, 632,3 í september 2024, og gilda til loka viðkomandi árs.

5. gr. Innheimta

Öll gjöld í gjaldskrá þessari eru án virðisaukaskatts. Múlaþingi er skylt að innheimta virðisaukaskatt af öllum gjöldum í gjaldskrá þessari, sbr. 3. tl. 3.gr. laga nr. 50/1998 um virðisaukaskatt. Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er áskilið að reikna dráttarvexti af gjaldfallinni fjárhæð skv. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.

 

Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2025. Eldri gjaldskrá, sem samþykkt var í sveitastjórn Múlaþings 13. desember 2023, fellur hér með úr gildi.

Samþykkt í sveitastjórn Múlaþings 11. desember 2024

Síðast uppfært 16. júlí 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?