Fara í efni

Norræna

Farþega- og bílferjan Norræna siglir allan ársins hring frá Seyðisfirði til Tórshavn í Færeyjum og Hirtshals í Danmörku. Á sumrin eru komu- og brottfarardagar frá Seyðisfirði á fimmtudögum en yfir vetrartímann kemur ferjan á þriðjudögum og leggur frá bryggju á miðvikudögum. Norræna tekur 1482 farþega og 800 fólksbíla eða 130 stærri bíla. 

Heimasíða Norrænu

Síðast uppfært 14. október 2020
Getum við bætt efni þessarar síðu?