Fara í efni

Lundinn í Hafnarhólma á Borgarfirði

Aðstaðan við Hafnarhólma til fuglaskoðunar er með eindæmum góð og auðvelt að komast í návígi við lunda, fýl, ritu og æðarfugl auk annara tegunda sem dvelja í og við hólmann.

 

Á undanförnum árum hefur verið byggð upp glæsileg aðstaða til fuglaskoðunar og útivistar við höfnina. Búið er að leggja göngupalla um hólmann, opna fuglaskoðunarhús og reisa móttökuhús fyrir gesti og gangandi.

Lundinn dregur gesti hvaðanæva að en mikið lundavarp er í Hafnarhólma og hægt að komast í mikið návígi við hann. Lundinn er við holur sínar fram í ágústbyrjun en er svo floginn út á sjó.

Sjá myndband frá Hafnarhólmanum

Síðast uppfært 07. júní 2021
Getum við bætt efni þessarar síðu?