Í skipulagslögum er kveðið á um að allt land og hafsvæði innan marka sveitarfélaga sé skipulagsskylt. Bygging húsa og annarra mannvirkja, ofan jarðar og neðan og aðrar meiri háttar framkvæmdir sem breyta ásýnd umhverfisins, eiga að vera í samræmi við skipulagsáætlanir. Í skipulagsáætlun er gerð grein fyrir stefnu sveitarstjórnar og ákvörðunum um framtíðarnotkun lands, s.s. fyrirkomulagi byggðar, samgangna og verndun menningar- og náttúruminja. Samkvæmt skipulagslögum skiptast skipulagsáætlanir í svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag og skulu þær vera í innbyrðis samræmi. Skipulagsáætlanir eru settar fram í greinargerð og á uppdrætti.
Skipulagsfulltrúi heldur utan um skipulagsferla og er skipulags- og framkvæmdaráði til ráðgjafar um skipulagsmál, og getur fyrir hönd sveitarstjórnar gefið út framkvæmdaleyfi á grunni skipulagslaga.
Deiliskipulag
Allt staðfest deiliskipulag Múlaþings er hægt að sjá á mjög aðgengilegan hátt í skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.