Sveitarfélögum er skylt að sækja fjóra flokka af sorpi heim að dyrum íbúðarhúsa og hafa tiltækan farveg fyrir úrgang svo sem með því að halda úti grenndar- og móttökustöðvum.
Upplýsingar um breytingar á sorphirðu og sorpflokkun
Sorphirðudagatöl
Sorphirða á Egilsstöðum og Fellabæ
Sorphirða á Fljótsdalshéraði dreifbýli
Sorphirða á Djúpavogi og dreifbýli
Sorphirða á Seyðisfirði og dreifbýli
Opnunartímar móttökustöðva
Borgarfjörður eystri
Áhaldahúsið á Heiðinni
Virka daga frá klukkan 8:00 - 16:00.
Djúpivogur
Háaurar
Þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 13:30 - 16:30
Laugardaga frá klukkan 11:00 - 13:00
Egilsstaðir
Tjarnarás 11
Virka daga frá klukkan 9:00 - 17:00
Laugardaga frá klukkan 10:00 - 16:00.
Seyðisfjörður
Fjarðargötu
Virka daga frá klukkan 13:00 - 17:00
Laugardaga frá klukkan 13:00 -16:00.
Grenndarstöðvar
Grenndastöðvar eru fyrir gler, málma og textíl, stöðvarnar eru staðsettar á eftirfarandi stöðum:
Djúpivogur
Á planinu bak við Tryggvabúð, Markarland 2
Egilsstaðir
Tjarnarási 9 milli þjónustumiðstöðvar og móttökustöðvar, framan við hús Rauða krossins.
Seyðisfjörður
Framan við móttökustöð við Fjarðargötu.
Á öllum stöðum eru jafnframt gámar frá Rauða krossinum fyrir textíl.
Fjórir flokkar á hverju heimili
Á hverju heimili er fjórum úrgangsflokkum safnað matarleifum, pappír og pappa, plasti og blönduðum úrgangi.
Ítarlegri flokkunarleiðbeiningar má nálgast á heimasíðu Íslenska Gámafélagsins.
Sorting instructions | Instrukcja sortowania
Til að óska eftir nýjum sorpílátum, tilkynna um skemmd ílát eða gera athugasemdir vegna sorphirðu má senda póst á verkefnastjóra umhverfismála.
Móttökustöðvar
Á móttökustöðvar má koma með gjaldfrjálsan og gjaldskyldan úrgang en hann skal þegar vera flokkaður við komu. Ef úrgangur kemur blandaður (óflokkaður) þarf að greiða fyrir allan úrganginn samkvæmt gjaldskrá. Það borgar sig að skoða vel hvaða flokkar eru gjaldfrjálsir og hverjir gjaldskyldir, sé sorpið rétt flokkað endist kortið lengur.
Einstaklingar greiða fyrir gjaldskyldan úrgang með klippikorti en þau má kaupa á móttökustöðvum og skrifstofum Múlaþings. Annars vegar er hægt að kaupa kort með 32 klippum sem kostar kr. 38.400 og hinsvegar kort með 8 klippum sem kostar kr. 9.600. Hvert klipp er 0,125 m3 eða 20 kg af gjaldskyldum úrgangi.
Sjá gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi á vef Stjórnartíðinda.
Megnið af þeim úrgangi sem kemur inn á móttökustöðvar eru verðmæti, sem eru endurunnin eða endurnýtt, sem þarf ekki að greiða fyrir. Markmiðið er að láta sem minnst fara í urðun. Tökum höndum saman um að vernda umhverfið og standa saman að förgun á sem hagkvæmastan hátt.
Upplýsingar um móttökustöðvar fyrir skilagjaldskyldar umbúðir er má nálgast á heimasíðu Endurvinnslunnar.