Fara í efni

Fjölskylduráð

Ráðið annast þau störf sem sveitarstjórn felur ráðinu á sviði fræðslu-, félagsþjónustu-, frístunda- og forvarnamála ásamt því að fara með verkefni á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Fjölskylduráð fer með verkefni skólanefnda, sbr. 6. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, málefni tónlistarskóla, sbr. 2. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985, og verkefni leikskólastjórnar skv. 4. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008.

Ráðið annast einnig þau störf sem sveitarstjórn felur ráðinu á sviði fjölskyldumála og velferðar ásamt því að fara með verkefni barnaverndarnefndar skv. III. kafla barnaverndarlaga nr. 80/2002 og félags­málanefndar skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Nánar um störf ráðsins fer samkvæmt erindisbréfi sem sveitarstjórn setur.

Í fjölskylduráði eru sjö aðalmenn og jafnmargir til vara, þegar fræðslumál eru til umfjöllunar eiga einnig sæti í ráðinu áheyrnafulltrúar skólastjórnenda, starfsfólks og foreldra í leik-, grunn- og tónlistarskólum.

Fjölskylduráð fundar að jafnaði á þriðjudögum. Vilji íbúar senda inn erindi þurfa þau að berast í síðasta lagi miðvikudag fyrir viðkomandi fund. Mikilvægt er að erindin séu merkt fjölskylduráði. Erindi má koma á skrifstofur sveitarfélagsins eða senda á netfangið mulathing@mulathing.is.


pdf merki Erindisbréf 

tengill á heimasíðu Fundargerðir 

pdf merki Fundadagatal sveitarstjórnar og fastanefnda

Nafn Staða Netfang

Fjölskylduráð - aðalmenn

Fjölskylduráð - áheyrnarfulltrúar fræðslumála

Fjölskylduráð - varamenn

Getum við bætt efni þessarar síðu?