Fara í efni

Urðun og urðunarstaðir

Múlaþing rekur tvo urðunarstaði, Tjarnarland og Brandsbala. Urðunarstaðirnir eru almennt opnir á virkum dögum milli kl. 08:00 – 16:00. Veður og aðrir þættir kunna að hafa áhrif á opnun og því mikilvægt að hafa samband við þá sem annast daglegan rekstur urðunarstaðanna til að tryggja losun.

Brandsbalar í Borgarfirði

Þar er tekið á móti úrgangi sem fellur til á Borgarfirði. Heimilt að urða þar allt að 200 tonn árlega.

Þjónustumiðstöð Borgarfjarðar hefur umsjón með daglegum rekstri.
Sími: 470 0772
Netfang: ahaldahus.borgarfjordur@mulathing.is

Tjarnarland í Hjaltastaðarþinghá

Þar er tekið á móti nær öllum óendurvinnanlegum úrgangi sem fellur til innan sveitarfélagsins. Heimilt að urða þar allt að 2.500 tonn árlega.

Tjarnarland ehf. annast daglegan rekstur.
Sími: 863 3681
Netfang: tjarnarland@tjarnarland.is

Starfsreglur við móttöku sorps á Tjarnarlandi

  1. Flutningsaðilum ber að virða opnunartíma urðunarstaðarins.
  2. Allur úrgangur skal umfangsminnkaður áður en hann berst á urðunarstað þar á meðal pressanlegur úrgangur sem skal berast pressaður.
  3. Flutningsaðili skal hafa heimild sveitarfélagsins og vera með starfsleyfi til að flytja úrgang til að koma með úrgang á urðunarstað.
  4. Flutningsaðili ber ábyrgð á þeim farmi sem hann flytur inn á urðunarstaðinn þar til hann hefur verið móttekinn. Innihaldi farmur úrgang sem óheimilt er að taka á móti, eða fýkur við losun, skal flutningsaðili bera allan kostnað við að fjarlægja hann og koma honum í viðeigandi farveg.
  5. Flutningsaðila ber að tilkynna rekstraraðila urðunarstaðar um flutning á sorpi með hæfilegum fyrirvara til að tryggja að móttaka sé möguleg, að lágmarki klukkustund.
  6. Rekstraraðili urðunarstaðar áskilur sér rétt til að hafna losun á urðunarstað þegar vindstyrkur fer yfir 10 m/sek. eða vindátt stendur þannig að losun sorps sé ekki viðráðanleg.
  7. Áður en komið er á urðunarstað skal farmur vigtaður og skráður á söfnunarstöð úrgangs á Egilsstöðum, Tjarnarás 11, á opnunartíma. Starfsmenn á söfnunarstöð sjá um skráningu ásamt greiningu á gerð farms og uppruna hans í samráði við flutningsaðila. Liggi tómvigt fyrir fær flutningsaðili útprentaðan vigtarseðil þegar farartæki hefur verið vigtað.
  8. Liggi tómvigt ekki fyrir fær flutningsaðili útprentaðan vigtarseðil þegar farartæki hefur verið vigtað tómt eftir útakstur af svæðinu á söfnunarstöð.
  9. Losun farms fer fram samkvæmt ákvörðun starfsmanna á urðunarstað.
Síðast uppfært 15. júlí 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?