Fara í efni

Aurskriður í Seyðisfirði / Landslides in Seyðisfjörður

Í skriðuhrinunni á Seyðisfirði í desember 2020 féll stór skriða úr hlíðinni milli Búðarár og Stöðvarlækjar sem olli mikilli eyðileggingu í byggðinni og ógnaði lífi fólks. Umtalsverð vinna var unnin í kjölfar þess atburðar svo sem:

  • Endurskoðað hættumat fyrir byggðina sunnan Fjarðarár var kynnt á íbúafundi á Seyðisfirði í ágúst 2019 og staðfest af ráðherra í mars 2020
  • Skriðuhættusvæði í núgildandi hættumati eru mjög stór, og margar byggingar eru ofan

C- og B-lína.

  • Á áhrifasvæði skriðunnar frá Búðará út fyrir Stöðvarlæk eru í gildandi hættumati C svæði undir þekktum skriðufarvegum og næst hlíðinni á milli þeirra en B-svæði við ströndina og á milli farvega.
  • Í skriðuhrinunni í desember kom los á jarðlög í hlíðinni milli Stöðvarlækjar og Búðarár. Þar er því talin meiri hætta en áður á skriðuföllum

Þarna er nægilegt efni í stóra skriðu, jafnvel töluvert stærri en þá sem féll 18. desember 2020.
Í minnisblaði Veðurstofunnar frá 19. janúar 2021 var gerð grein fyrir endurskoðun hættumats á áhrifasvæði skriðunnar frá utanverðu svæðinu við Múla og út fyrir Stöðvarlæk. Þar færðist C-lína niður fyrir byggðina. Húsin við Múla, sem eru á B-svæði í núgildandi hættumati, standa á aurkeilu sem byggst hefur upp úr endurteknum skriðuföllum niður Búðará. Þar veitir hryggur í landslagi nokkra vörn og beinir meginstraumi flóða sitthvoru megin við hrygginn. Ráðist var í umfangsmikla líkanreikninga til að kortleggja áhrifasvæði skriðna úr óhlaupnu flekunum í hlíðinni undir Botnabrún og úr urðarjöklinum undir Strandartindi.

Hér má sjá viðbragðsáætlun vegna skriðufalla á Seyðisfirði:
Viðbragðsáætlun vegna skriðufalls í Seyðisfirði tengill á síðu 

EN //

In the landslide on Seyðisfjörður in December 2020, a large landslide fell from the hillside between Búðará and Stöðvarlækjar, which caused great destruction in the settlement and threatened people's lives. Considerable work was done following that event, such as:

  • A revised risk assessment for the settlement south of Fjarðar was presented at a residents' meeting in Seyðisfjörður in August 2019 and confirmed by the minister in March 2020
  • Landslide risk areas in the current risk assessment are very large, and many buildings are above

C and B line.

  • In the area affected by the landslide from Búðará beyond Stöðvarlæk, in the current hazard assessment, there are C areas under known landslide channels and closest to the hillside between them, and B areas by the coast and between channels.
  • During the landslide in December, strata on the hillside between Stöðvarlækjar and Búdarár were loosened. There is therefore a greater risk of landslides than before


There is enough material for a large landslide, even considerably larger than the one that fell on December 18, 2020. In a memo from Veðurstofan from January 19, 2021, a review of the risk assessment of the landslide's impact area from the area outside Múla and beyond Stöðvarlæk was detailed. There, the C-line moved below the settlement. The houses at Múla, which are in zone B in the current hazard assessment, stand on a mud cone that has built up from repeated landslides down the Búðará. There, a ridge in the landscape provides some protection and directs the main flow of floods on either side of the ridge. Extensive model calculations were undertaken to map the impact area of ​​landslides from the unflowed slabs on the hillside below Botnabrún and from the glacier below Strandartindur.

Here you can see the contingency plan for landslides in Seyðisfjörður:
Contingency plan for landslides in Seyðisfjörðurlink to page 

Gagnlegir tenglar / useful websites / Przydatne linki

Áfallahjálp upplýsingar - Algeng viðbrögð við missi  |  Trauma care informations- A common Response to Loss  |  Informacje pomocy psychologicznej - Najczęstsza reakcja na stratę

Lögreglan Austurlandi

Island.is/seydisfjordur

Náttúruhamfaratrygging Íslands - Insurance

Neyðarlínan 112 – Emergency line 112

Hjálparsíminn 1717 – Red Cross Helpline 1717

Upplýsingar og aðstoð, íslenska  |  Information and assistance, english  |  Informacje and pomoc, polish

Verkefni stjórnvalda og Múlaþings um uppbyggingu á Seyðisfirði

Support for Seyðisfjörður project


Gögn frá Veðurstofu Íslands  |  Data from the Icelandic Met Office  |  Dane z Biura Meteorologicznego

Skriðuföll og skriðuhætta á Seyðisfirði − spurningar og svör til íbúa Múlaþings.

Haukur Hauksson, Harpa Grímsdóttir og Tómas Jóhannesson.

Skriðuföll á Seyðisfirði 21.12.2020, Harpa Grímsdóttir.

Skriðuföll á Seyðisfirði 15.-18.12.2020, Tómas Jóhannesson.

Vöktun skriðuhættu á Seyðisfirði, rýmingaráætlun. 9. febrúar, Tómas Jóhannesson.


Íbúafundir gögn / Residents' meetings files / Akta spotkań mieszkańców

Botnar, frumathugun og staða bráðavarna. Jón Haukur Steingrímsson, Efla - 18. janúar

Botnar, frumathugun og staða bráðavarna. Jón Haukur Steingrímsson, Efla - 25. janúar

Stöðvarlækur, frumathugun ofanflóðavarna. Jón Haukur Steingrímsson, Efla - 1. febrúar

Vöktun skriðuhættu á Seyðisfirði. Magni Hreinn Jónsson, Veðurstofa Íslands - 1. febrúar

Bráðaðgerðir og Frumathugun ofanflóðavarna staða mála. Jón Haukur Steingrímsson, Efla - 8. febrúar

Frumgreining á atvinnulífi á Seyðisfirði. Jóna Árný Þórðardóttir, Austurbrú - 8. febrúar

Síðustu rýmingar á Seyðisfirði og endurskoðun hættumats. Magni Hreinn Jónsson, Veðurstofa Íslands - 22. febrúar

Íbúafundir, myndbönd / Residents' meetings, videos


Skýrslur

Frumathugun ofanflóðavarna, Hafnargata 10-20. Efla

Aflétting á öllum rýmingum á Seyðisfirði
20.09.23 Fréttir

Aflétting á öllum rýmingum á Seyðisfirði

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi hefur ákveðið að fara niður á óvissustig Almannavarna.
Óvissustigi aflétt á Seyðisfirði - íbúafundur á morgun, fimmtudag
16.12.21 Fréttir

Óvissustigi aflétt á Seyðisfirði - íbúafundur á morgun, fimmtudag

// english // Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi aflýsir óvissustigi á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í desember 2020.  Síðasta árið hefur verið unnið að uppbyggingu á bráðavörnum ásamt uppsetningu á mælitækjum sem nema hreyfingar í hlíðum ofan Seyðisfjarðar.
Lítil sem engin hreyfing á hryggnum við Búðará á Seyðisfirði
29.11.21 Fréttir

Lítil sem engin hreyfing á hryggnum við Búðará á Seyðisfirði

Vetrarveður er framundan og því ekki búist við að leysingavatn hafi áhrif á vatnshæð í borholum eða á hreyfingu hryggjarins næstu daga.
Seyðisfjörður, vöktun 12. nóvember
12.11.21 Fréttir

Seyðisfjörður, vöktun 12. nóvember

Fylgst verður náið með veðri og mælingum í hlíðinni yfir helgina.
Ljósmynd Ómar Bogason.
06.05.21 Fréttir

Frumathugunarskýrsla ofanflóðavarna, Hafnargata 10-20

Frumathugun ofanflóðavarna á Seyðsfirði komin út
Rýmingarskilti í öll hús
14.04.21 Fréttir

Rýmingarskilti í öll hús

Gangskör var gerð að því af hálfu almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra að útbúa rýmingarskilti í kjölfar aurskriðna á Seyðisfirði í lok árs 2020. Skiltið er nú tilbúið og verður borið í öll hús á Seyðisfirði á næstu dögum. Á skiltinu má finna leiðbeiningar til íbúa um það hvað rétt myndi að taka með komi til rýmingar, að hverju skuli hyggja við rýmingu, hver tekur ákvörðun um rýmingu, afléttingu hennar og fleira. Gert er ráð fyrir að sambærilegum skiltum verði síðar dreift í hús á Eskifirði og í Neskaupstað.
Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður
29.03.21 Fréttir

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga Haldinn á Facebook þann 30. mars 2021 klukkan 17:00 Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Múlaþing leysir þjónustumiðstöð Almannavarna af
26.03.21 Fréttir

Múlaþing leysir þjónustumiðstöð Almannavarna af

Frá og með deginum í dag, 26. mars 2021, lokar símanúmer og netfang þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem var í Herðubreið. Ef fólk þarfnast upplýsinga vegna hamfaranna á Seyðisfirði í desember 2020 eða er með spurningar er bent á símanúmer Múlaþings, 4-700-700.
Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi
19.03.21 Fréttir

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi

Orðið hefur vart við hreyfingu á einum speglanna sem notaðir eru til þess að fylgjast með hreyfingu jarðlaga við upptök skriðunnar sem féll úr Botnabrún á Seyðisfirði þann 18. desember sl. milli Búðarár og Stöðvarlækjar. Spegill þessi er skammt ofan innanverðra skriðuupptakanna. Gera má ráð fyrir að það hrynji úr bröttu brotstáli stóru skriðunnar á næstu mánuðum meðan jarðlög þar leita nýs jafnvægis og er hreyfingin nú túlkuð sem hluti af þessu ferli. Fyrirséð var að þetta myndi gerast eins og fram hefur komið á íbúafundum. Ekki er gert ráð fyrir hættu í byggð af þessum völdum en hreyfingin er tilefni til þess að gæta sérstakrar varúðar við vinnu á skriðusvæðinu . Þykir og rétt að vara við ferðum gangandi í hlíðinni undir upptökum stóru skriðunnar í desember. Reistir hafa verið varnargarðar ofan íbúðarhúsa næst skriðusvæðinu sem draga úr hættu á því að frekari skriðuföll úr upptökum stóru skriðunnar skapi hættu í byggðinni. Rauntímavöktun Veðurstofu er á mælum í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar.
Stöðufundur vegna Seyðisfjarðar, hreinsunarstarf og fleira
12.03.21 Fréttir

Stöðufundur vegna Seyðisfjarðar, hreinsunarstarf og fleira

Stöðufundur var í gær, fimmtudag, með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings, Veðurstofu, fulltrúa heimastjórnar á Seyðisfirði og fleirum. Farið var að venju yfir gang hreinsunarstarfs, bráðabirgðahættumat og líkanreikninga, vöktunarmæla, rýmingarkort og fleira.
Stöðufundur vegna Seyðisfjarðar, hreinsunarstarf og fleira
05.03.21 Fréttir

Stöðufundur vegna Seyðisfjarðar, hreinsunarstarf og fleira

Stöðufundur var í gærmorgun með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings, Veðurstofu, fulltrúa heimastjórnar á Seyðisfirði og fleirum. Farið var yfir gang hreinsunarstarfs meðal annars, bráðabirgðahættumat, líkanreikninga, vöktunarmæla og rýmingarkort.
Tilkynningar frá Múlaþingi vegna Seyðisfjarðar
01.03.21 Fréttir

Tilkynningar frá Múlaþingi vegna Seyðisfjarðar

Múlaþing hefur ákveðið að greiða leigu út mars fyrir þá íbúa sem enn hafa ekki getað flutt á sín heimili. Íbúar Seyðisfjarðarkaupstaðar eiga von á rýmingarskiltum sem Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vinnur að og gefa út. Skiltin verða send í öll hús innan Seyðisfjarðar í mars.
Seyðisfjörður 1. mars 2021.
01.03.21 Fréttir

Hreinsunarstarf, bráðabirgðahættumat, líkanreikningar og fleira

Stöðufundur var fyrir helgi með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings, Veðurstofu og fleirum. Farið var yfir stöðu hreinsunarstarfs, vöktunarmæla, rýmingaráætlana og fleira.
Ljósmynd Ómar Bogason.
23.02.21 Fréttir

Hreinsun í bænum og bráðabirgðavarnir

Skipulag vikunnar 22. - 26. febrúar varðandi hreinsun og bráðabirgðavarnir á Seyðisfirði.
Ljósmynd Ómar Bogason
19.02.21 Fréttir

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður

Haldinn á Facebook þann 22. febrúar 2021 klukkan 17:00 Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings https://www.facebook.com/mulathing Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Mynd fengin af vef lögreglu. Tekin við Tækniminjasafn 18. febrúar eða tveimur mánuðum eftir hamfarir…
19.02.21 Fréttir

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi

Hreinsunarstarf: Í undirbúningi er að koma fyrir nýjum veitustokk fyrir Búðará við Hafnargötu og sömuleiðis að koma fyrir ræsi undir Hafnargötu fyrir nýjan farveg frá varnargörðunum við slippsvæðið, þar er hönnun komin vel á veg og unnin í samstarfi við Vegagerðina. Í Botnahlíð er, eftir samtal við íbúa, einnig í undirbúningi að koma fyrir veituskurði og varnarkanti fyrir ystu húsin sem verður í líkingu við þær varnir sem þar hefur verið komið fyrir.
Mynd tekin á Seyðisfirði í morgun. Mynd fengin af vef lögreglunnar.
17.02.21 Fréttir

Hættustigi aflýst á Seyðisfirði

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Hættustigi aflýst á Seyðisfirði Óvissutigi vegna ofanflóða á Austfjörðum aflýst Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Rýmingu hefur verið aflétt á þeim íbúðarhúsum sem voru rýmd í gær og íbúar geta því snúið heim.
Fjöldahjálparstöðin opin til 21.30
16.02.21 Fréttir

Fjöldahjálparstöðin opin til 21.30

Fjöldahjálparstöðin í Herðubreið verður opin til klukkan 21.30 í kvöld.
Ljósmynd Elena Pétursdóttir
16.02.21 Fréttir

Rýming á Seyðisfirði - hættustig

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Rýming á Seyðisfirði í varúðarskyni vegna hættu á skriðuföllum. Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, lýsir yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Ákveðið hefur verið að rýma neðangreind svæði á Seyðisfirði vegna áframhaldandi úrkomuspár. Rýmingu skal lokið í kvöld kl. 19:00.
Ljósmynd Ingólfur Haraldsson.
15.02.21 Fréttir

Hreinsun í bænum og bráðabirgða varnir

Hreinsunarstarf gengur vel. Sökum úrkomu sem var um helgina verður ekki unnið við varnargarða í dag, mánudag, og á morgun. Tækin sem verið er að nota eru stór og þung og því vinnst illa undan þeim á meðan jarðvegurinn er svona blautur. Þá liggur vinna við keyrslu úr dammi við Búðará og við Slippinn einnig niðri af sömu ástæðu. Áframhald verður á neðangreindum verkefnum er líður á vikuna.
Ljósmund Ingólfur Haraldsson.
12.02.21 Fréttir

Búið er að móta varnargarða ofan við Tækniminjasafnið og Slippinn

Veðurspá og aðstæður um helgina: Spáð er hlýnandi veðri um helgina með talsverðri rigningu, einkum sunnan- og suðaustanlands, en einnig á Austfjörðum á sunnudag. Á Austfjörðum er töluverður snjór til fjalla sem mun blotna og fylgjast þarf með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum. Af þessum sökum verður aukin ofanflóðavöktun um helgina og fylgst með því hvernig aðstæður þróast á Seyðisfirði. Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar eða annarra ráðstafana. Tilkynning vegna þessar verður á þessum vettvangi sendur út í dag milli klukkan 13 og 16.
Bráðabirgðarrýmingarkort- og áætlun
10.02.21 Fréttir

Bráðabirgðarrýmingarkort- og áætlun

Að gefnu tilefni er fólki bent á að bráðabirðgarrýmingarkort- og áætlun liggur frammi til sýnis í Þjónustumiðstöð Almannavarna í Herðubreið á Seyðisfirði. Fólki er velkomið að kíkja við og koma með athugasemdir, ef einhverjar eru. Áætlanirnar munu liggja frammi út föstudaginn 12. febrúar. Ef fólk vill koma á framfæri athugasemdum þarf að gera það fyrir klukkan 16 föstudaginn 12. febrúar. Þjónustumiðstöð Almannavarna
Ljósmynd Ingólfur Haraldsson.
08.02.21 Fréttir

Hreinsunarstarf og munahreinsun

Verkefnaáætlun 8.-12. febrúar 2021.
Ljósmynd Vagn Kristjánsson
05.02.21 Fréttir

Vinna við frágang varnargarða langt komin

Stöðufundur var í fyrradag með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings, Veðurstofu og fleirum. Farið var yfir stöðu hreinsunarstarfs og varnargarða, rýmingaráætlana, vöktunarmæla og fleira. Hreinsunarstarf er sem fyrr í ágætum farvegi og vinna við frágang varnargarða langt komin. Unnið er að stækkun á þró í Búðará og vinna við garða við Slippinn stendur yfir. Áætlun um hreinsunarstarf og verkefni fer nú inn á heimasíðu Múlaþings í upphafi hverrar viku til kynningar. Hún mun einnig aðgengileg í þjónustumiðstöðinni í Herðubreið.
Getum við bætt efni þessarar síðu?