Fara í efni

Byggingarfulltrúi

Embætti byggingarfulltrúans starfar á grundvelli laga nr. 160/2010 um mannvirki , byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og samþykktar um stjórn Múlaþings svo og öðrum lögum, reglugerðum og samþykktum er byggingarmál varða.

Hlutverk embættis byggingafulltrúa er að veita m.a. eigendum mannvirkja, hönnuðum, framkvæmdaraðilum, kjörnum fulltrúum ráðgjöf og upplýsingar um byggingarmál.

Umsókn um byggingarleyfi skal send byggingarfulltrúa í gegnum mínar síður sveitarfélagsins samkvæmt leiðbeiningum

Einnig sér embættið um skráningu í Þjóðskrá Íslands, framkvæmd stöðu-, öryggis- og lokaúttekta, staðfestingu á eignaskiptayfirlýsingum og umsagnir vegna rekstrarleyfa.

Síma- og viðtalstímar

Byggingarfulltrúi er Jörgen Sveinn Þorvarðarson. Skilaboð eru tekin í gegnum síma 4 700 700 eða netfangið byggingarfulltrui@mulathing.is. Vinsamlega gefið upp nafn og símanúmer og stutta lýsingu á erindi. Haft verður samband eins fljótt og auðið er.

Þjónustufulltrúi byggingarsviðs er Eggert Már Sigtryggsson, hann er með netfangið eggert.sigtryggsson@mulathing.is 

Síðast uppfært 10. febrúar 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?