Fara í efni

Byggingarlóðir

Lóðamál heyra undir skipulagsfulltrúa Múlaþings. Málaflokkurinn tekur til stofnun lóða, breytinga á lóðum ásamt afgreiðslu og úthlutun lóða.

Lóðaúthlutun

Sveitarfélagið Múlaþing leitast á hverjum tíma við að geta boðið fram byggingarlóðir sem mæta þörfum sem flestra sem vilja byggja í sveitarfélaginu. Afgreiðsla lausra lóða er á höndum Skipulagsfulltrúa Múlaþings. Umhverfis- og framkvæmdarráð úthlutar lóðum sveitarfélagsins, ráðið fundar alla miðvikudagsmorgna, nema í þeirri viku sem sveitarstjórnarfundur er haldinn.

Umsókn og úthlutun lóða

Umsóknir um lóðir skulu berast í gegnum Mínar síður. Umsóknaraðilum um byggingarlóðir er bent á að kynna sér samþykkt um úthlutun lóða ásamt gjaldskrá sveitarfélagsins áður en sótt er um lóðir.

Gjaldtaka

Við úthlutun lóða leggst á lóðaúthlutunargjald sem er 46.000kr. fyrir árið 2021 og er það óafturkræft. Gatnagerðargjald leggst einnig á við lóðaúthlutun en það miðast við stærð og hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar. Unnt er að fá það endurgreitt sé lóðinni skilað. Hægt er að sækja um greiðslufrest á gatnagerðargjaldi og eru þrír valmöguleikar í boði:

Leið 1:

  • Eindagi 1. 25% gjalds er 30 dögum eftir gjalddaga
  • Eindagi 2. 25% 6 mánuðum eftir gjalddaga
  • Eindagi 3. 50% 12 mánuðum eftir gjalddaga

Leið 2:

  • Eindagi 1. 25% gjalds er 30 dögum eftir gjalddaga
  • Eindagi 2. 75% 6 mánuðum eftir gjalddaga.

Leið 3:

  • Eindagi 1. 50% gjalds er 30 dögum eftir gjalddaga
  • Eindagi 2. 50% 12 mánuðum eftir gjalddaga

Afturköllun lóðar

Skipulags- eða byggingafulltrúi getur afturkallað úthlutaðri lóð, ef lóðarhafi stendur ekki við skilmála, m.a. varðandi greiðslur gjalda, fresti til að sækja um byggingarleyfi o.s.frv.

Við afturköllun lóðar skulu innborguð gatnagerðargjöld endurgreidd. Byggingarleyfisgjöld, lóðarúthlutunargjöld og önnur þjónustugjöld eru ekki endurgreidd.

Lóðaleigusamningur

Lóðaleigusamningur er gerður þegar málsaðili hefur fengið byggingarleyfi. Lóðarhafa er óheimilt að framselja lóðarréttindi sín eða selja mannvirki á lóðinni áður en fyrir liggur úttekt á undirstöðum burðarvirkis, (byggingarstig 2 skv. ÍST 51:2001) og ber einnig að gæta að ákvæðum 3 og 4 lóðarleigusamnings um takmarkanir á ráðstöfun óbyggðrar lóðar. Umhverfis- og framkvæmdaráð getur heimilað undanþágu frá þessu ákvæði við sérstakar aðstæður.

Sveitarfélagið Múlaþing leitast á hverjum tíma við að geta boðið fram byggingalóðir sem mæta þörfum sem flestra þeirra sem vilja byggja í sveitarfélaginu. Afgreiðsla lausra lóða er á höndum Skipulagsfulltrúa Múlaþings. Umhverfis- og framkvæmdarráð úthlutar lóðum sveitarfélagsins, ráðið fundar alla miðvikudagsmorgna, nema í þeirri viku sem sveitarstjórnarfundur er haldinn.

Síðast uppfært 22. nóvember 2021
Var efnið á síðunni hjálplegt?