Fara í efni

Byggingarlóðir

Lóðamál heyra undir skipulagsfulltrúa Múlaþings. Málaflokkurinn tekur til stofnun lóða, breytinga á lóðum ásamt afgreiðslu og úthlutun lóða.

Lóðaúthlutun

Sveitarfélagið Múlaþing leitast á hverjum tíma við að geta boðið fram byggingarlóðir sem mæta þörfum sem flestra sem vilja byggja í sveitarfélaginu. Umhverfis- og framkvæmdaráð ákvarðar um úthlutanir á nýjum byggingarlóðum í samræmi við 3. grein í Reglum um úthlutun lóða í Múlaþingi.

Umsókn og úthlutun lóða

Umsóknir um lóðir skulu berast í gegnum Mínar síður. Umsóknaraðilum um byggingarlóðir er bent á að kynna sér reglur um úthlutun lóða ásamt gjaldskrá sveitarfélagsins áður en sótt er um lóðir.

Gjaldtaka

Við úthlutun lóða leggst á lóðaúthlutunargjald samkvæmt gjaldskrá og er það óafturkræft. Gatnagerðargjald leggst einnig á við lóðaúthlutun en það miðast við stærð og hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar. Unnt er að fá það endurgreitt sé lóðinni skilað. Hægt er að sækja um greiðslufrest á gatnagerðargjaldi og eru þrír valmöguleikar í boði:

Leið 1:

  • Eindagi 1. 25% gjalds er 30 dögum eftir gjalddaga
  • Eindagi 2. 25% 6 mánuðum eftir gjalddaga
  • Eindagi 3. 50% 12 mánuðum eftir gjalddaga

Leið 2:

  • Eindagi 1. 25% gjalds er 30 dögum eftir gjalddaga
  • Eindagi 2. 75% 6 mánuðum eftir gjalddaga.

Leið 3:

  • Eindagi 1. 50% gjalds er 30 dögum eftir gjalddaga
  • Eindagi 2. 50% 12 mánuðum eftir gjalddaga

Afturköllun lóðar

Umsækjandi skal hafa sótt um og fengið útgefið byggingarleyfi á lóð innan 12 mánaða frá ákvörðun um lóðarúthlutun. Að þeim tíma liðnum fellur úthlutun úr gildi án frekari fyrirvara nema umsækjandi hafi sótt um frest til skipulagsfulltrúa, sem er heimilt að framlengja frestinn í eitt skipti um allt að 12 mánuði.

Skipulagsfulltrúi getur afturkallað úthlutun lóðar, ef lóðarhafi heldur ekki byggingar- og skipulagsskilmála eða greiðslur komast í 30 daga vanskil.

Við afturköllun úthlutunar skulu innborguð gatnagerðargjöld endurgreidd án vaxta og verðbóta. Byggingarleyfisgjöld, lóðarúthlutunargjöld og önnur þjónustugjöld eru ekki endurgreidd.

Lóðaleigusamningur

Lóðaleigusamningur er gerður þegar undirstöður burðarvirkis eru fullgerðar. Umhverfis- og framkvæmdaráð getur heimilað undanþágu frá þessu ákvæði við sérstakar aðstæður.

Síðast uppfært 10. febrúar 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?