Fara í efni

Perlur Fljótsdalshéraðs

Perlur Fljótsdalshéraðs eru 30 gönguleiðir á Fljótsdalshéraði, Jökuldal og í Fljótsdal sem hafa verið sérvaldar með fjölbreytni í huga. Það er Ferðafélag Fljótsdalshéraðs sem hefur haft veg og vanda af vali á þessum perlum og gönguleiðum. 

Í perlusafninu eru meðal annars Hengifoss sem er einn hæsti foss landsins, Stórurð sem er merkileg berghlaupsurð neðan við Dyrfjöll, Stuðlagil sem flestir Íslendingar þekkja í dag, Skúmhöttur í Skriðdal og Stapavík sem er gömul uppskipunarhöfn.

Við hverja Perlu er staukur með gestabók og stimpli. Hægt er að fá stimpilkort á upplýsingamiðstöðvum á Fljótsdalshéraði og á skrifstofu ferðafélagsins, Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Þegar tíu mismunandi perlur eru komnar í stimpilkortið, er hægt að skila því inn og eiga þeir sömu möguleika á veglegum vinningum. 

Hægt er að sjá frekari upplýsingar um Perlur Fljótsdalshéraðs hér.

Síðast uppfært 05. september 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?