Fjallagarpar Seyðisfjarðar
Gönguklúbbur Seyðisfjarðar stendur á bakvið verkefnið "Fjallagarpur Seyðisfjarðar" og hefur komið fyrir gestabókahirslum á sjö fjallatoppum við Seyðisfjörð. Einnig eru í hirslunum gatatangir með mismunandi munstri eftir fjalli.
Ef þú vilt hljóta nafnbótina "Fjallagarpur Seyðisfjarðar”, skaltu koma við á Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Seyðisfirði, Ferjuleiru 1 (ferjuhúsinu) og fá afhent stimpilkort sem á eru letruð nöfn fjallanna sjö. Þegar þú ert komin á topp viðkomandi fjalls gatar þú með gatatönginni í viðeigandi reit á kortinu. Kortinu er síðan framvísað á Upplýsingamiðstöðinni, þegar þú hefur klifið fjöllin sjö. Sem sigurlaun færð þú afhent viðurkenningarskjal, þar sem afrekið verður staðfest. Jafnframt mun nafn þitt verða skráð í “Fjallagarpaskrá” á heimasíðu Múlaþings.
Oft er um margar leiðir að ræða á fjallatoppana. Í gönguleiðalýsingu, sem hægt er að nálgast á Upplýsingamiðstöð, er sagt lauslega frá þeim algengustu. Ekki er tekin ábyrgð á GPS punktum sem gefnir eru upp. Hnitin eru í WGS84.
Note that the weather can change very quickly, so no one should ever start a hike without checking the weather forecast and telling others about their plans.
Sjá einnig :
Gönguleiðir, lýsingar
Kort yfir gönguleiðir
Mikilvægt :
- Hvatt er til þess að börn og unglingar fari ekki á fjöll nema í fylgd með fullorðnum.
- Skjótt getur skipast veður í lofti. Því á aldrei að fara í fjallgöngu án þess að vera búinn að kynna sér veðurspá og láta vita af ferðaáætlun.
Fjallagarpar Seyðisfjarðar
Hver fjallagarpur verður skráður hér á þessa síðu. Hver af öðrum í númeraröð, fyrir aftan kemur fram á hvaða tímabili var farið. Röðin miðast við hvenær "stimpilkortinu" er skilað inn á Upplýsingamiðstöð, því mætti eflaust deila um það hver var fyrstur að sigrast á fjöllunum sjö!
Viljir þú verða fjallagarpur Seyðisfjarðar, þá er bara að skella sér í gönguskóna, taka til nesti og hlífðarfatnað, koma við í Upplýsingamiðstöðinni, fá leiðarlýsingu og kaupa kort.
Góða ferð! 
1. Borgþór Jóhannsson, tímabil 27.07-26.08 2007. Kennitala 180950-4199.
2. Anna Maren Sveinbjörnsdóttir, tímabil 08.07-27.08 2007. Kennitala 230756-7249.
3. Jónas Pétur Jónsson, tímabil 08.07-29.07 2007. Kennitala 070855-5269.
4. Daði Kristjánsson, tímabil 21.07.-21.09.08. Kennitala 040755-5439.
5. Helena Lind Birgisdóttir, tímabil 19.08.-21.09.08. Kennitala 260856-4649.
6. Gunnar Sverrisson, tímabil 29.08.-25.09.08. Kennitala 190950-2639.
7. Grétar R. Benjamínsson, tímabil 27.06.-24.07.10. Kennitala 290863-3419.
8. Klaus Schmit, tímabil 25.06-11.08.10. Fæðingardagur 27.09.1940.
9. Ísak Ármann Grétarsson, tímabil 24.07-12.09.10. Kennitala 180299-2899.
10. Guðjón Egilsson, tímabil 29.06-20.09.10. Kennitala 220955-2499.
11. Ólafía María Gísladóttir, tímabil 02.08.- 28.07.12. Kennitala 090258-4789.
12. Andri Borgþórsson, tímabil 20.08.-16.10.15. Kennitala 080277-3699.
13. Hjalti B. Axelsson, tímabil 25.09.15-14.09.16. Kennitala 031178-2909.
14. Gunnar Bergmann Sigmarsson, tímabil 12.07.12-06.08.17. Kennitala 030601-2540.
15. Valur Andrason, tímabil 15.07-17-12.08.17. Kennitala 310506-2730.
16. Gillian Berrian, tímabil 14.07 - 16.07. USA.
17. Jeremy Berrian, tímabil 14.07 - 16.07. USA.
18. Sigmar Gunnarsson, tímabil 23.07 - 06.08. Kennitala 171268-5759.
19. Vigdís Gunnarsdóttir, tímabil 23.07 - 06.08. Kennitala 090300-3180.
20. Pawel Krasinski, tímabil 02.07.19 - 14.07.19. Kennitala 120991-4699.
21. Patrycja Skoczeypiec, tímabil 02.07.19 - 14.07.19. Kennitala 190695-3959.
22. Cesar Saunchez, tímabil 30.06.17 - 30.08.20. Kennitala 200675-4369.
Ofurfjallagarpar Seyðisfjarðar
- sjö tindar sigraðir á innan við sólarhring -
1. Jónas Pétur Jónsson, júlí 2009. Kennitala 070855-5269. Tími 21 klst. og 5 mín.
2. Gunnar Sverrir Gunnarsson. Kennitala 260574-3459, júlí 2017. Tími 20 klst. og 20 mín.
3. Magnús Baldur Kristjánsson. Kennitala 250374-3569, júlí 2017. Tími 20 klst. og 20 mín.
Myndasöfn frá sfk.is
Hér má finna safn albúma frá Seyðisfjarðarkaupstað, fluttar af þáverandi heimasíðu sfk.is.
Nýir Seyðfirðingar
Sú notalega hefð skapaðist í Seyðisfjarðarkaupstað að bæjarstjóri heimsótti alla nýfædda Seyðfirðinga og færði þeim gjöf frá kaupstaðnum. Fjölskyldumynd var tekin með bæjarstjóranum og skrifuð stutt frétt um hinn nýja Seyðfirðing. Allar myndir voru settar í albúm á heimasíðu Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Seyðisfjarðarhöfn
Seyðisfjarðarhöfn er ein besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi. Dýpið er mikið og skjól gott vegna hins 1000 metra háa fjallahrings sem umlykur
fjörðinn. Af mörgum er Seyðisfjörður talinn einstakur meðal íslenskra fjarða. Skáldið Matthías Johannessen lýsti firðinum í ferðarispum sínum sem "Perlu í lokaðri skel".
Bloggsíða Veðurstofu Íslands - þar er hægt að skoða staðsetningu svæðis sem um ræðir og hreyfingar á speglum, auk ítarlegri upplýsinga.
Tilkynningaborði á Veðurstofu Íslands - þar er hægt að nálgast upplýsingar um vöktun og fleira.