Fara í efni

Leikskólar

Sex leikskólar eru starfandi í sveitarfélaginu og eru þeir um margt ólíkir. Hver leikskóli hefur markað sér sérstöðu með áherslu á ákveðna stefnu eða áherslur í starfinu.

Bjarkatún Djúpavogi

Bjarkatún er tveggja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Gott útisvæði er fyrir börnin auk þess sem leikskólinn er staðsettur í mikilli nálægð við ósnortna náttúru. Leikskólinn er Grænfánaskóli og vinnur að innleiðingu Cittaslow en Djúpivogur er aðili að Cittaslow hreyfingunni.

Hammersminni 15b
765 Djúpavogi

Sími: 470 8715
Netfang: bjarkatun@mulathing.is 

Heimasíða Bjarkatún

Leikskólinn Brúarási

Leikskólinn í Brúarási er starfræktur sem deild innan Brúarásskóla. Deildin er opin fjóra daga vikunnar frá kl. 8:40 til 15:10 en til 14:10 á föstudögum. Starf leikskólans er skipulagt með hliðsjón af starfi grunnskólans og er gott samstarf milli skólastiga. Til að mynda eru elstu nemendur leikskólans í kennslustundum með yngsta hóp grunnskólans nokkrum sinnum í viku.

Í daglegu starfi leggjum við áherslu á samveru, útivist, hreyfingu, sjálfstæði og nám í gegnum leik.

Brúarásskóli
701 Egilsstaðir

Sími: 896 0679
Netfang: bruarasskoli@mulathing.is 

Heimasíða Leikskólans á Brúarási

 

 

Leikskólinn Glaumbær Borgarfirði Eystri

Leikskólinn Glaumbær er starfræktur sem deild undir grunnskólanum í sama húsnæði og með sömu yfirstjórn. Deildin er opin fimm daga vikunnar frá kl. 8:00 – 16:00. Daglegt starf byggir meðal annars á samveru- og söngstund, sögustund, vinnustund þar sem er unnið með málörvun og stærðfræði, hreyfingu, útvist og dansi. Gott samstarf er á milli skóla og leikskóla.

Borgarfirði
720 Borgarfjörður eystri

Sími: 472 9938
Netfang: glaumbaer@mulathing.is

Nánari upplýsingar um Glaumbæ

Leikskólinn Hádegishöfði Fellabæ

Hádegishöfði er þriggja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Leikskólinn starfar í anda hugmyndafræði Reggio Emilia. Lögð er áhersla á lýðræði í vinnubrögðum, takmarkalaust traust auk virðingar fyrir börnum og getu þeirra til að afla sér þekkingar og reynslu á eigin forsendum. Á Hádegishöfða er einnig sérstök áhersla á umhverfismennt og skapandi starf auk markvissrar dygðakennslu. Hádegishöfði flaggar Grænfána Landverndar. Megináherslur í daglegu starfi eru að efla sjálfstæði, gleði og sköpun nemenda sem og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér og öðrum.

Fellabrún 9
700 Egilsstaðir

Sími: 470 0670
Netfang: hadegishofdi@mulathing.is 

Heimasíða Hádegishöfða

Leikskólinn Tjarnarskógur Egilsstöðum

Tjarnarskógur er 9 deilda leikskóli á tveimur starfsstöðvum. Í daglegu tali eru starfstöðvarnar kallaðar Skógarland og Tjarnarland. Á Skógarlandi eru 6 deildir og þar dvelja börn á aldrinum 1 - 4 ára en á Tjarnarlandi eru 3 deildir og þar dvelja börn á aldrinum 4 - 5 ára. Í Tjarnarskógi er unnið eftir fjölgreindarkenningu Howards Gardners og er unnið í 4 lotum yfir árið - tvær greindir í einu. Boðið er upp á fjölbreytt námstækifæri, margvíslegar námsleiðir og takmarkalausan efnivið.

Skógarlöndum 5
700 Egilsstaðir

Sími: 470 0660
Netfang: tjarnarskogur@mulathing.is 

Heimasíða Tjarnarskógar

 

 

 

Seyðisfjarðarskóli - leikskóladeild

Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla er þriggja deilda leikskóli. Leikskóladeildin starfar í anda hugsmíðahyggju þar sem leikurinn er þungamiðja starfsins. Í leikskóladeildinni eru börn á aldrinum 1-5 ára, þeim er skipt upp í þrjár deildir. Hópum deilda er svo skipt eftir aldri og verkefnum í smærri einingar. Uppeldi til ábyrgðar er í innleiðingu, útinám, sjálfbærni og sköpun. Seyðisfjarðarskóli er Heilsueflandi skóli og aðaláhersla vetrarins er á nærsamfélagið.

Garðarsvegur 1
710 Seyðisfjörður

Sími: 472 1350
Netfang: solvellir@mulathing.is


Heimasíða leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla 

 

 

Síðast uppfært 06. mars 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?