
Sex leikskólar eru starfandi í sveitarfélaginu og eru þeir um margt ólíkir. Hver leikskóli hefur markað sér sérstöðu með áherslu á ákveðna stefnu eða áherslur í starfinu.
Bjarkatún Djúpavogi
Bjarkatún er tveggja deilda leikskóli sem er með pláss fyrir 37 börn frá eins árs til sex ára. Gott útisvæði er fyrir börnin auk þess sem leikskólinn er
staðsettur í mikilli nálægð við ósnortna náttúru. Leikskólinn er Grænfánaskóli og vinnur að innleiðingu Cittaslow en Djúpivogur er aðili að Cittaslow hreyfingunni.
Hammersminni 15b
765 Djúpavogi
Sími: 470 8715
Netfang: bjarkatun@mulathing.is
Heimasíða Bjarkatún
Leikskólinn Brúarási
Leikskólinn í Brúarási er starfræktur sem deild innan Brúarásskóla. Deildin er opin fjóra daga vikunnar frá kl. 8:40 til 15:10 en til 14:10
á föstudögum. Starf leikskólans er skipulagt með hliðsjón af starfi grunnskólans og er gott samstarf milli skólastiga. Til að mynda eru elstu nemendur leikskólans í kennslustundum með yngsta hóp grunnskólans nokkrum sinnum í viku.
Í daglegu starfi leggjum við áherslu á samveru, útivist, hreyfingu, sjálfstæði og nám í gegnum leik.
Brúarásskóli
701 Egilsstaðir
Sími: 896 0679
Netfang: bruarasskoli@mulathing.is
Heimasíða Leikskólans á Brúarási
Leikskólinn Glaumbær Borgarfirði Eystri
Leikskólinn Glaumbær er starfræktur sem deild undir grunnskólanum í sama húsnæði og með sömu yfirstjórn. Deildin er opin fimm daga vikunnar frá kl. 8:00 – 16:00. Daglegt starf byggir meðal annars á samveru- og söngstund, sögustund, vinnustund þar sem er unnið með málörvun og stærðfræði, hreyfingu, útvist og dansi. Gott samstarf er á milli skóla og leikskóla.
Borgarfirði
720 Borgarfjörður eystri
Sími: 472 9938
Netfang: glaumbaer@mulathing.is
Nánari upplýsingar um Glaumbæ
Leikskólinn Hádegishöfði Fellabæ
Hádegishöfði er tveggja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Hádegishöfði rúmar um 40 nemendur samtímis. Leikskólinn starfar í anda hugmyndafræði Reggio Emilia. Lögð er áhersla á lýðræði í vinnubrögðum, takmarkalaust traust auk virðingar fyrir nemendum og getu þeirra til að afla sér þekkingar og reynslu á eigin forsendum. Á Hádegishöfða er einnig sérstök áhersla á umhverfismennt og skapandi starf auk markvissrar dygðakennslu. Hádegishöfði flaggar Grænfána Landverndar. Megináherslur í daglegu starfi eru að efla sjálfstæði, gleði og sköpun nemenda sem og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér og öðrum.
Lagarfelli 15
700 Egilsstaðir
Sími: 470 0670
Netfang: hadegishofdi@mulathing.is
Heimasíða Hádegishöfða
Leikskólinn Tjarnarskógur Egilsstöðum
Tjarnarskógur er 9 deilda leikskóli á tveimur starfsstöðvum. Í daglegu tali eru starfstöðvarnar kallaðar Skógarland og Tjarnarland. Á Skógarlandi eru 6 deildir og þar dvelja börn á aldrinum 1 - 4 ára en á Tjarnarlandi eru 3 deildir og þar dvelja börn á aldrinum 4 - 5 ára. Í Tjarnarskógi er unnið eftir fjölgreindarkenningu Howards Gardners og er unnið í 4 lotum yfir árið - tvær greindir í einu. Boðið er upp á fjölbreytt námstækifæri, margvíslegar námsleiðir og takmarkalausan efnivið.
Skógarlöndum 5
700 Egilsstaðir
Sími: 470 0660
Netfang: tjarnarskogur@mulathing.is
Heimasíða Tjarnarskógar
Seyðisfjarðarskóli - leikskóladeild
Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla er þriggja deilda leikskóli. Leikskóladeildin starfar í anda hugsmíðahyggju þar sem leikurinn er þungamiðja starfsins. Í leikskóladeildinni eru börn á aldrinum 1-5 ára, þeim er skipt upp í þrjár deildir. Hópum deilda er svo skipt eftir aldri og verkefnum í smærri einingar. Uppeldi til ábyrgðar er í innleiðingu, útinám, sjálfbærni og sköpun. Seyðisfjarðarskóli er Heilsueflandi skóli og aðaláhersla vetrarins er á nærsamfélagið.
Garðarsvegur 1
710 Seyðisfjörður
Sími: 472 1350
Netfang: solvellir@mulathing.is
Heimasíða leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla