Fara í efni

Nafn nýs sveitarfélags

Málsnúmer 202010023

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 1. fundur - 07.10.2020

Fyrir liggja niðurstöður nafnakönnunar fyrir sveitarfélagið sem gerð var samhliða forsetakosningun sl. sumar, ásamt umsögn Örnefnanefndar og athugasemdum frá Sigurjóni Bjarnasyni formanni Sögufélags Austurlands.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti og lagði fram tillögu að nafni, fór yfir störf nafnanefndar og kynnti umsagnir og athugasemdir sem bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til niðurstöðu nafnakönnunar, sem fram fór þann 27. júní, og með hliðsjón af lögbundinni umsögn örnefnanefndar, samþykkir sveitarstjórn að nýtt sameinað sveitarfélag hljóti nafnið Múlaþing.

Að aflokinni umræðu undir liðnum bar forseti upp svohljóðandi vísunartillögu:
Sveitarstjórn samþykkir, í samræmi við fyrirmæli 1. tl. 1. mgr. 18. gr Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að vísa málinu og fyrirliggjandi tillögu til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 2. fundur - 14.10.2020

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fyrirliggjandi tillögu sem nú er tekin til síðari umræðu og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til niðurstöðu nafnakönnunar, sem fram fór þann 27. júní og með hliðsjón af lögbundinni umsögn örnefnanefndar, samþykkir sveitarstjórn að nýtt sameinað sveitarfélag hljóti nafnið Múlaþing.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?