Fara í efni

Selás 33 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 202010261

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 1. fundur - 04.11.2020

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs 18.9. 2020 var eftirfarandi bókað:

Grenndarkynning hefur farið fram vegna umsóknar um byggingaráform. Ein athugasemd barst.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þykir miður að grenndarkynning skuli hafa dregist á þessu erindi en það á sér skýringar í mannaskiptum á sviðinu, og að erindið barst á sumarleyfistíma. Eigi að síður hefur umsóknaraðili farið í framkvæmdir í heimildarleysi. Nefndin getur ekki fallist á að athugasemdin hafi áhrif á niðurstöðu um leyfisveitingu þar sem ekki kemur fram rökstuðningur að tiltekin framkvæmd hafi grenndaráhrif.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja erindið og heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir niðurstöðu umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéreaðs frá 18.9. 2020 og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?