Fara í efni

Furuvellir 5 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 202010302

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 1. fundur - 21.10.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingarleyfi. Fyrir nefndinni lá að taka afstöðu til grenndarkynningar. Um er að ræða smáhýsi úr timbri, allt að 20 m2. Samkvæmt viðkomandi ákvæði byggingarreglugerðar er heimilt að reisa smáhýsi án byggingarleyfis sé það innan við 15 m2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fram lagðri tilkynningu frá, þar sem framkvæmdin sem þar er lýst fellur ekki innan undanþágu byggingarreglugerðar fyrir framkvæmdum án byggingarleyfis skv. ákvæði 2.3.5. Byggingarfulltrúa er falið að upplýsa tilkynnanda um afgreiðslu ráðsins og leiðbeina honum um næstu skref.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Getum við bætt efni þessarar síðu?