Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, fyrir lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202010319

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 2. fundur - 28.10.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Eiðaþinghá. Með umsókninni fylgja samþykktir allra landeigenda ásamt umsögn Minjastofnunar og samþykki Vegagerðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og vísar málinu til heimastjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 1. fundur - 04.11.2020

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings 28.10. 2020 var eftirfarandi bókað:

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Eiðaþinghá. Með umsókninni fylgja samþykktir allra landeigenda ásamt umsögn Minjastofnunar og samþykki Vegagerðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og vísar málinu til heimastjórnar til staðfestingar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 28.10. 2020 og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?