Fara í efni

Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna göngustígs í landi Klaustursels

Málsnúmer 202010407

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 2. fundur - 28.10.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna göngustígs í landi Klaustursels. Ný gögn hafa verið lögð fram með 2m breiðum göngustíg. Umsóknin var áður tekin fyrir í umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs 23. september.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrri afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs varðandi svonefndan efri stíg. Ráðið samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi til gerðar svonefnds neðri stígs með vísan til breyttrar hönnunar og með eftirfarandi skilyrðum:

- Að efsta lag stígsins verði úr hörpuðu, fíngerðu efni.
- Að efni verði aðeins tekið úr þeirri námu sem tilgreind er í umsókninni.
- Að við frágang stígsins verði opnum sárum lokað með staðgróðri.

Ráðið samþykkir jafnframt að vísa málinu til heimastjórnar og leggur til að hún heimili skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags og að teknu tilliti til skilyrða.

Ráðið leggur ríka áherslu á að vandað sé til verka við framkvæmdir í náttúru landsins. Ráðið óskar eftir góðu samstarfi við landeigendur og framkvæmdaaðila um öll slík mál og samþykkir að skipulögð verði heimsókn ráðsins að Stuðlagili í þeim tilgangi að kynna sér aðstæður og áform um uppbyggingu á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 1. fundur - 04.11.2020

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings 28.10. 2020 var eftirfarandi bókað:

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna göngustígs í landi Klaustursels. Ný gögn hafa verið lögð fram með 2m breiðum göngustíg. Umsóknin var áður tekin fyrir í umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs 23. september.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrri afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs varðandi svonefndan efri stíg. Ráðið samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi til gerðar svonefnds neðri stígs með vísan til breyttrar hönnunar og með eftirfarandi skilyrðum:

- Að efsta lag stígsins verði úr hörpuðu, fíngerðu efni.
- Að efni verði aðeins tekið úr þeirri námu sem tilgreind er í umsókninni.
- Að við frágang stígsins verði opnum sárum lokað með staðgróðri.

Ráðið samþykkir jafnframt að vísa málinu til heimastjórnar og leggur til að hún heimili skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags og að teknu tilliti til skilyrða.

Ráðið leggur ríka áherslu á að vandað sé til verka við framkvæmdir í náttúru landsins. Ráðið óskar eftir góðu samstarfi við landeigendur og framkvæmdaaðila um öll slík mál og samþykkir að skipulögð verði heimsókn ráðsins að Stuðlagili í þeim tilgangi að kynna sér aðstæður og áform um uppbyggingu á svæðinu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 28.10. 2020 og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa úr framkvæmdaleyfi á grundivelli aðalskipulags og að teknu tilliti til skilyrða sem fram koma í bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs. Jafnframt hvetur heimastjórn til þess að hugað sé vel að öryggisatriðum á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?