Fara í efni

Ósk um umsögn um starfsleyfi fyrir Yl ehf

Málsnúmer 202010429

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 2. fundur - 28.10.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráðði liggur bréf frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Yls hf. um starfsleyfi í húsnæði í landi Ekkjufellssels (Ekkjufellssel fiskþurrkun).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að viðkomandi lóð er innan iðnaðarsvæðis I13, svonefnds Selssvæðis, samkvæmt aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.

Ráðið bendir á sérstaka skilmála aðalskipulags um svæðið, en þar segir:
Gæta skal þess að ásýnd svæðisins sé aðlaðandi og allur frágangur á umhverfi vandaður. Jaðar svæðisins við þjóðveginn verði girtur þéttum,
hávöxnum gróðri.

Ráðið telur mikilvægt að við útgáfu starfsleyfis verði tekið tillit til framangreindra skilmála. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að veita umsögn í samræmi við framangreint.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?