Fara í efni

Fundir umhverfis- og framkvæmdaráðs

Málsnúmer 202010483

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 1. fundur - 21.10.2020

Fram kom á fundinum að fastanefndir sveitarfélagsins munu funda vikulega, að frátöldum þeim vikum þar sem sveitarstjórnarfundir fara fram og svo hefðbundnum jóla- og sumarleyfum. Að jafnaði verði fundir ráðsins 2-3 tímar, fundarboð send út á föstudögum og almennt verði aðeins tekin á dagskrá mál sem eru tilbúin til umræðu og afgreiðslu þegar fundurinn er boðaður. Frá þessu geta þó orðið frávik, í samræmi við gildandi reglur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Nefndin samþykkir að fastur fundatími hennar utan jóla- og sumarleyfa, verði á miðvikudögum að frátöldum 2. miðvikudegi hvers mánaðar þegar sveitarstjórn fundar. Almennt verður um fjarfundi að ræða sem hefjast klukkan 8:30. Verði ákveðið að halda staðarfundi þá hefjast þeir kl 10:00 og fundarstaður verður boðaður í hvert sinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?