Fara í efni

Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 202010516

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 2. fundur - 28.10.2020

Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna virkjunar vatnsbóls fyrir vatnsátöppunarverksmiðju á Borgarfirði.

Jónína Brynjólfsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar vegna tengsla við umsækjanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og leggur til við heimastjórn að hún heimili skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum en einn var fjarverandi (JB).

Heimastjórn Borgarfjarðar - 1. fundur - 02.11.2020

Heimastjórn á Borgarfirði heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags.
Getum við bætt efni þessarar síðu?