Fara í efni

Deiliskipulag við Sæbakka á Borgarfirði

Málsnúmer 202010562

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 2. fundur - 28.10.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið við Sæbakka á Borgarfirði. Frestur til að skila athugasemdum var til 23. október. Engar athugasemdir bárust við tillöguna en umsögn Minjastofnunar hefur borist, þar sem gerðar eru nokkrar athugasemdir við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að láta uppfæra greinargerð og uppdrætti til samræmis við athugasemdir Minjastofnunar, samþykkir tillöguna svo breytta og vísar uppfærðri tillögu til heimastjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (ÁB).

Heimastjórn Borgarfjarðar - 1. fundur - 02.11.2020

Heimastjórn á Borgarfirði samþykkir deiliskipulagstillöguna fyrir utan mistök sem í henni eru þar sem röng bygging er merkt sem víkjandi. Það þarf að leiðrétta.
Getum við bætt efni þessarar síðu?