Fara í efni

Upplýsingatækni í skólastarfi

Málsnúmer 202101123

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 10. fundur - 19.01.2021

Fjölskylduráð leggur áherslu á að þegar verði ráðist í markvissa úttekt á tæknimálum í grunnskólum sveitarfélagsins og að samhliða verði unnin heildstæð áætlun um uppbyggingu á búnaði í skólunum.

Upplýsingatækni gegnir lykilhlutverki í nútíma skólastarfi og í vaxandi mæli er námsefni nú aðeins aðgengilegt í rafræmu formi. Einnig má benda á stöðu mála þegar forsendur breytast eins og gerðist í báðum bylgjum covid faraldursins þegar mikið reyndi á kunnáttu og færni nemenda og kennara á nýtingu tækninnar og aðgengi að tækjum svo hægt væri að halda uppi fjarkennslu fyrir þá sem ekki gátu sótt skólann sinn. Jafnframt má benda á að öll próf frá opinberum aðilum eru nú tekin með rafrænum hætti og þá þarf tæknin að vera aðgengileg og í fullri virkni.

Fram kom í máli áheyrnarfulltrúa skólanna að mikið álag er á tæknideild sveitarfélagsins og mikilvægt er að hún verði styrkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Fjölskylduráð Múlaþings - 19. fundur - 18.05.2021

Fjölskylduráð vísar til fyrri bókunar ráðsins frá 19. janúar sl. um mikilvægi upplýsingatækni í skólastarfi á 21. öldinni og nauðsyn þess að búnaður og mannafli sé til staðar til að styðja þá stöðu.

Ráðið vísar jafnframt í endurtekna afgreiðslu bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem áherslu fræðslunefndar um að uppbygging tækni í skólum sameinaðs sveitarfélags verði í forgangi í innviðauppbyggingu var vísað til undirbúningsstjórnar með áherslu á að taka málið til skoðunar við skipulag þróunarverkefna samhliða sameiningunni.

Fjölskylduráð leggur ríka áherslu á að skólar í Múlaþingi hafi tækifæri til að byggja upp og þróa þá tækni sem þarf til að geta verið meðal skóla í fremstu röð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Fjölskylduráð Múlaþings - 37. fundur - 15.02.2022

Fjölskylduráð hefur tekið fyrstu skref til að efla tækifæri til að nýta upplýsingatækni í skólastarfi í sveitarfélaginu með sérstakri fjárveitingu á árin 2022, enda dylst engum að upplýsingatækni gegnir lykilhlutverki í starfsemi skólanna. Ein af forsendum þess að þeir fjármunir nýtist sem best er að gagnatengingar í skólahúsnæði séu eins og best gerist á hverjum tíma og endabúnaður í húsnæðinu uppfylli þarfir starfseminnar. Fjölskylduráð fer fram á að Eignasjóður hafi þetta að leiðarljósi enda til lítils unnið að fjárfesta í upplýsingatæknibúnaði og mannauði ef gagnatengingar og endabúnaður er ekki fullnægjandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?