Fara í efni

Móttaka á sorpi á hafnasvæðum

Málsnúmer 202103056

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17. fundur - 24.03.2021

Erindi frá Hafnarsambandi Íslands varðandi flokkun sorps í tengslum við móttökur smærri skipa og báta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að láta taka saman upplýsingar um stöðu sorpmála í höfnum sveitarfélagsins og mögulegar úrbætur ef þörf er á. Samantektin verður lögð fyrir fund ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 38. fundur - 17.11.2021

Áætlanir um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa fyrir hafnir Múlaþings eru lagðar fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?