Fara í efni

Gangandi umferð yfir bílaplan leikskólans Seyðisfirði

Málsnúmer 202103110

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 8. fundur - 15.03.2021

Heimastjórn þakkar erindið og tekur undir með bréfritara. Heimastjórn felur umhverfis- og framkvæmdaráði að finna viðunandi lausn við vandanum sem lýst er í bréfinu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17. fundur - 24.03.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá heimastjórn Seyðisfjarðar þar sem umhverfis- og framkvæmdaráði er falið að finna viðundandi lausn á umferðaröryggi við leikskólann á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar bréfritara fyrir ábendinguna og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta gera tillögu að úrbótum á svæðinu sem tekin verði fyrir í ráðinu fyrir sumarið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?