Fara í efni

Grenndarkynning, Djúpivogur, Kross

Málsnúmer 202103168

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17. fundur - 24.03.2021

Fyrir liggur erindi Djúpavogskirkju um fyrirhugaða uppsetningu á krossi utan við kirkjuna. Framkvæmdin er tilkynningaskyld til byggingarfulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á áformunum en leggur áherslu á að endurbætt gögn sem sýni betur afstöðu og útlit fyrirhugaðrar framkvæmdar verði lögð fyrir heimastjórn. Umsagnaraðili verði arkitekt kirkjunnar. Með vísan til áberandi staðsetningar nærri þjóðvegi verði tillagan jafnframt grenndarkynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum. Málinu er vísað til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 10. fundur - 29.03.2021

Heimastjórn samþykkir bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings og vísar erindinu til skipulagsfulltrúa til úrvinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?