Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Egilsstaðir, sniðræsi að Melshorni

Málsnúmer 202104061

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 19. fundur - 21.04.2021

Fyrir ráðinu liggur umsókn frá HEF veitum um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu sniðræsa í tengslum við væntanlega hreinsistöð við Melshorn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram fari grenndarkynning vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum að Ranavaði 1, 2, 11, 12 og 13 og Norðurtúni 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 43. Umsagnaraðilar verði Vegagerðin, Minjastofnun Íslands og Haust. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 8. fundur - 03.05.2021

Fyrir liggur umsókn frá HEF veitum um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu sniðræsa í tengslum við væntanlega hreinsistöð við Melshorn.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21.4. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram fari grenndarkynning vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum að Ranavaði 1, 2, 11, 12 og 13 og Norðurtúni 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 43. Umsagnaraðilar verði Vegagerðin, Minjastofnun Íslands og Haust. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 25. fundur - 16.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður grenndarkynningar í tengslum við framkvæmdaleyfisumsókn vegna lagningar sniðræsis að Melshorni. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Austurlands auk athugasemdar frá íbúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags en skilyrða það við að vinnutími verði frá 8:00 til 19:00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 10. fundur - 21.06.2021

Fyrir liggja niðurstöður grenndarkynningar í tengslum við framkvæmdaleyfisumsókn vegna lagningar sniðræsis að Melshorni. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Austurlands auk athugasemdar frá íbúa.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags en skilyrða það við að vinnutími verði frá 8:00 til 19:00.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?