Fara í efni

Fyrirspurn um opnun námu við Hof í Fellum

Málsnúmer 202104152

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 19. fundur - 21.04.2021

Fyrir ráðinu liggur fyrirspurn frá Vegagerðinni um opnun námu við Hof í Fellum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna drög að tillögu um að færa efnistökusvæði við Hof í Fellum inn á aðalskipulag. Einnig verði unninn rökstuðningur fyrir því að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 12. fundur - 12.05.2021

Fyrir lá tillaga frá skipulagsfulltrúa Múlaþings um óverulega breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs ásamt meðfylgjandi rökstuðningi. Skipulagsfulltrúa er falið að senda tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar ásamt því að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?