Fara í efni

Reiðvegur milli Fossgerðis og Randabergs

Málsnúmer 202104239

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 21. fundur - 05.05.2021

Fyrir liggur erindi frá Hesteigendafélaginu í Fossgerði um merkingu á reiðvegi frá Randabergi að Fossgerði í Eiðaþinghá og ítrekun á beiðni frá 2012 um að vegurinn verði færður inn á aðalskipulag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta merkja umræddan reiðveg. Jafnframt samþykkir ráðið að reiðvegurinn verði færður inn á aðalskipulag sveitarfélagsins við gerð nýs aðalskipulags sem nú stendur fyrir dyrum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?