Fara í efni

3ja fasa rafmagn í dreifbýli

Málsnúmer 202105033

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 8. fundur - 03.05.2021

Fyrir liggur fyrirspurn um hvort hægt sé að leggja 3ja fasa rafmagn samhliða lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Fljótsdalshéraði.

Samkvæmt upplýsingum frá HEF veitum hefur sent fyrirspurn um mögulegt samstarf við Rarik um lagningu 3ja fasa rafmagns samhliða ljósleiðara sem verið að að leggja um dreifbýlið á Fljótsdalshéraði. Svör Rarik eru á þá leið að lagning 3ja fasa rafmagns samræmist ekki áætlun Rarik nú.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hvetur til þess að sveitarstjórn taki upp viðræður við Rarik, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um að lagning 3ja fasa rafmagns verði felld að framkvæmdum um lagningu ljósleiðara sem unnið er að á vegum HEF veitna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 12. fundur - 12.05.2021

Fyrir lá bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem hvatt er til þess að sveitarstjórn Múlaþings taki upp viðræður við Rarik, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um að lagning 3ja fasa rafmagns verði felld að framkvæmdum um lagningu ljósleiðara sem unnið er að á vegum HEF veitna.

Til máls tóku: Kristjana Sigurðardóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jódís Skúladóttir og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela sveitarstóra að koma á fundum með fulltrúum sveitarstjórnar, Rarik, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem áherslum sveitarfélagsins varðandi lagningu 3ja fasa rafmagns í dreifbýli verði komið á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?