Fara í efni

Verkefni Skólar á grænni grein, Grænfánaverkefni

Málsnúmer 202105083

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 19. fundur - 18.05.2021

Jódís Skúladóttir fulltrúi VG í fjölskylduráði leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég hvet sveitarfélagið til að styðja af krafti við Grænfána verkefnið, Skólar á grænni grein, og leggja þeim skólum sem áhuga hafa fyrir verkefninu lið í formi aðstoðar við innleiðingu. Sveitarfélagið á að vera í fararbroddi í umhverfisvernd og sjálfbærni og styðja við öll skólastig á þeim vettvangi. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og góður farvegur fyrir snemmbæra umhverfisvitund í sveitarfélaginu.

Erindið að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?