Fara í efni

Umsagnarbeiðni, Skriðdals- og Breiðdalsvegur

Málsnúmer 202105116

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 10. fundur - 21.06.2021

Fyrir liggja umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Málið varðar byggingu nýrrar brúar á Gilsá á Völlum á vegi 95.

Það er mat Heimastjórnar Fljótsdalshéraðs að nægilega sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í kynningarskýrslu og að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?