Fara í efni

Húsnæðismál Djúpavogsskóla

Málsnúmer 202105136

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 19. fundur - 18.05.2021

Fyrir fundinum lá ítarleg greinargerð um aðstæður í húsnæðismálum Djúpavogsskóla frá skólastjóra sem hún fylgdi eftir á fundinum. Í greinargerðinni er forgangsraðað yfirlit yfir þau atriði sem nauðsynlegt er að bregðast við svo skólastarf í Djúpavogsskóla geti farið fram með ásættanlegum hætti á næsta skólaári.

Fjölskylduráð fer fram á að unnin verði áætlun um kostnað við þau atriði sem koma fram í ofangreindum forgangsröðuðum lista skólastjóra og lögð fyrir fjölskylduráð á fundi fyrir lok maímánaðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 21. fundur - 01.06.2021

Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla, kynnti forsendur þeirrar greinargerðar sem er meðal fundargagna. Hún leggur ríka áherslu á að brugðist veri við varðandi framkvæmdir innanhúss og viðhald í skólanum og að ákveðnir þættir s.s. forstofa og að fjarlægja salerni verði sett í forgang og verði tilbúið fyrir næsta skólaár. Hún vísar á ný til þeirra atriða sem varða mannauðsstefnu Múlaþings sem tiltekin eru í bókun hennar við lið 1.

Fjölskylduráð telur mikilvægt að reynt verði að bregðast við erindi Djúpavogsskóla varðandi nauðsynlegasta viðhald og umbætur innandyra í húsnæðinu í samræmi við tillögur í greinargerðinni og vísar því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að leita leiða til að unnt sé að bregðast við því erindi fyrir upphaf nýs skólaárs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 13. fundur - 07.06.2021

Farið yfir húsnæðismál og umhverfi Djúpavogsskóla.
Skólahúsnæði Djúpavogsskóla er orðið of lítið fyrir þá starfsemi sem þar á að vera og uppfyllir ekki kröfur um aðbúnað nemenda og starfsmanna.

Heimastjórn telur það einsýnt að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu skólastarfi á komandi vetrum, vegna plássleysis og viðhaldsþarfar á eldri hluta skólans.

Heimastjórn leggur á það mikla áherslu að mörkuð verði framtíðarstefna um uppbyggingu skólahúsnæðis og skólalóðar og að tryggðir verði fjármunir til uppbyggingar í fjárhagsáætlun næsta árs.

Gestir

  • Steingrímur Jónsson
  • Þorbjörg Sandholt

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 26. fundur - 23.06.2021

Fyrir liggur erindi frá Þorbjörgu Sandholt, skólastjóra Djúpavogsskóla, sem fjölskylduráð vísaði til umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi sínum 1. júní síðastliðinn. Fjölskylduráð telur mikilvægt að reynt verði að bregðast við erindi Djúpavogsskóla varðandi nauðsynlegasta viðhald og umbætur innandyra í húsnæðinu í samræmi við tillögur í greinargerðinni og vísar því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að leita leiða til að unnt sé að bregðast við því erindi fyrir upphaf nýs skólaárs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna að þeim úrbótum sem brýnastar eru í Djúpavogsskóla. Ráðið óskar einnig eftir því að farið verði af stað með skoðun á framtíðarlausn í húsnæðismálum skólans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?